• Orðrómur

Harry og Meghan eiga von á barni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu öðru barni. Í yfirlýsingu segir að Archie sonur þeirra sé að verða stóri bróðir.

„Við getum staðfest að Archie er að verða stóri bróðir. Hertogahjónin af Sussex eru yfir sig hamingjusöm yfir að eiga von á sínu öðru barni,“ segir í yfirlýsingu talsmanns hjónanna.

Á svarthvítri mynd sem hjónin deildu má sjá þau undir tré þar sem Markle liggur með höfuðið í kjöltu Harry og leggur hönd á maga sinn, meðan Harry strýkur henni um hárið.

- Auglýsing -

Markle missti fóstur í júlí í fyrra og í viðtali við New York Times greindi hún frá sorginni.

Í júlí í fyrra missti Meghan fóstur en hún greindi frá sorginni sem því fylgdi í viðtali við New York Times. „Ég vissi að á meðan ég hélt á fyrsta barninu mínu væri ég að missa annað barnið mitt,“ skrifaði hún í einlægum pistli sínum á þeim tíma.

Hjónin sögðu skilið við allar konunglegar skyldur í mars í fyrra og kusu að lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi. Fjölskyldan býr í Montecito í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -