• Orðrómur

Heimilisofbeldi umfjöllunarefni Ástrós: Hlustaðu á áhrifaríkt lag Bubba og Bríetar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bubbi Morthens tónlistarmaður gaf í dag út lagið Ástrós, en lagið fjallar um heimilisofbeldi, vandmeðfarið mál íslensks samfélags. Bubbi vill opna augu fólks og umræðuna um málefnið sem er í mörgum tilvikum viðkvæmt og vandmeðfarið.

Söngkonan Bríet syngur með Bubba og GDRN ljáir laginu bakraddir auk félaga úr Aurora Kammerkór undir kórstjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur.

- Auglýsing -

Lagið er þriðja lagið sem kemur út af væntanlegri plötu Bubba sem kemur út 6. júní  Á plötunni eru sömu hljóðfæraleikarar og á síðustu plötu Bubba, Regnbogans stræti: Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxófónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommari.

Ástrós er ekki fyrsta lagið sem Bubbi semur um heimilisofbeldi, en hann hefur áður gefið út Best er bara að þegja. Helga Sæunn Árnadóttir var í forsíðuviðtali Vikunnar fyrr á árinu, þar sem hún minnist meðal annars á áhrifaríkan flutning Bubba á því lagi.

Sjá einnig: „Hann hræðir mig vegna þess að ég hræðist að hann eigi eftir að drepa dóttur mína“

- Auglýsing -

„Eftir stóru árásina fórum við fjölskyldan á Þorláksmessutónleika Bubba að beiðni Kamillu og þar spilaði hann lagið Best er bara að þegja, sem hann hefur aldrei spilað á tónleikum áður. Lagið er um heimilisofbeldi, mál líkt og dóttur minnar. Ég bara sat í salnum og hágrét,“ segir Helga og segir þetta atvik hafa haft mikil áhrif á sig og fleiri í salnum. Á þessum tíma sat árásarmaðurinn í gæsluvarðhaldi vegna árásinnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Magnús stýrir brekkusöngnum í ár

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi mun stýra Brekkusöngnum í Herjólfsdal sunnudagskvöldið 1. ágúst.Magnús...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -