Helena setti allt á hliðina í hlöðu Helga

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna héldu uppteknum hætti á laugardagskvöld við að skemmta landsmönnum í samkomutakmörkunum.  Söngkonan Helena Eyjólfsdóttir kom í heimsókn og sýndi svo sannarlega að aldur er afstæður. Helena sem er um áttrætt sló algerlega í gegn og lék alls á oddi þegar hún renndi í sín þekktustu lög.

Helena og Salka Sól tvírödduðu hið ástsæla sönglag Hvíta Máva og svo skellti allur hópurinn sér á skíði í laginu Hoppsa Bomm sem flestir þekkja sem Á skíðum skemmti ég mér.

Helena Eyjólfsdóttir
Mynd / Mummi Lú

Salka Sól
Mynd / Mummi Lú

Helena hóf ung söngferil sinn og hefur frá mörgu að segja í gegnum glæsilegan söngferil, lengst af með hljómsveit Ingimars Eydal sem var ein vinsælasta danshljómsveit Íslands fyrr og síðar.

Helgi var í stuði
Mynd / Mummi Lú

Enn eru til hljóðritanir með henni allt frá því hún var níu ára gömul að syngja í barnatíma Ríkisútvarpsins, 15 ára að syngja á rokktónleikum í Austurbæjarbíói og síðar með Atlantic kvartettinum ásamt Óðni Valdimarssyni, hljómsveit Ingimars Eydal og hljómsveit Finns Eydal, – sem sagt, fullt af söngperlum sem fylgt hafa okkur í gegn um árin, en þrátt fyrir allt það sem er til hljóðritað með henni, hefur hún aldrei gefið út plötu í eigin nafni, að undanskyldum nokkrum tveggja laga plötum í upphafi ferils. En þar hefur nú orðið breyting á, því nýlega kom út geisladiskurinn Helena sem hefur að geyma 11 lög sem hljóðrituð voru undir stjórn Karls Olgeirssonar á síðastliðnu ári. Um er að ræða nokkur erlend uppáhaldslög sem hún hefur látið gera íslenska texta við og svo ný íslensk lög eftir þá Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson, Ingva Þór Kormáksson og Karl Olgeirsson, – allt lög sem ekki hafa komið út áður. Í einu laganna syngur hún geysifallegan dúett með Þorvaldi Halldórssyni, en þau sungu marga ógleymanlega dúettana á árum áður með hljómsveit Ingimars Eydal.

Helena Eyjólfsdóttir
Mynd / Mummi Lú

Söngferill Helenu hófst þegar hún söng inn á jólaplötu í formi jólakorts (einnig hljómplötu) árið 1954 aðeins 12 ára gömul. Næsta plata kom út 1958. Sú plata og lagið Ástarljóðið mitt setti Helenu á lista meðal fremstu dægurlagasöngvara landsins. Helena hefur í gegnum tíðina sungið með ýmsum hljómsveitum, svo sem Neo kvartettinum og Atlantic kvartettinum. Einnig söng hún með Hljómsveit Svavars Gests en lengst af með Hljómsveit Ingimars Eydal og Hljómsveit Finns Eydal sem hún rak um árabil ásamt eiginmanni sínum Finni Eydal, sem lést 1996. 17. júní 2010 var Helena sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.

Siggi Hall og Helgi brugðu á leik Mynd / Mummi Lú

Leikararnir Hallgrímur Ólafsson og Ebba Katrín Finnsdóttir Mynd / Mummi Lú

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -