Helga Gabríela Sigurðardóttir og Frosti Logason giftu sig í gær á síðasta degi janúarmánaðar.
Helga er yfirkokkur á Klambrar Bistro á Kjarvalstöðum og Frosti stjórnmálafræðingur, annar stjórnandi útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu og einn þáttastjórnenda í Ísland í dag á Stöð 2. Hjónin hafa verið saman í nokkur ár og eiga einn son.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Hjónin giftu sig í Háteigskirkju og var Máni Pétursson, félagi Frosta í Harmageddon, svaramaður hans. Veislan fór fram í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti og mætti fjöldi tónlistarfólks og skemmti veislugestum, Bríet, Bubbi, Friðrik Dór, Greta Saóme og Högni.
Hjónin vörðu brúðkaupsnóttinni á Tower Suites á Höfðatorgi.
View this post on Instagram
Séð og Heyrt óskar hjónunum til hamingju.