2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Helga og Ísold flytja acoustic útgáfu af Meet Me Halfway

  Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir og Ísold Wilberg flytja lagið Meet Me Halfway í Söngvakeppninni, en úrslit fara fram laugardaginn 29. febrúar.

   

  Í myndbandinu hér fyrir neðan flytja þær acoustic útgáfu af laginu, sem er eftir þá Birgi Stein Stefánsson og Ragnar Má Jónsson. Í bakröddum eru Helgi Reynir, Íris Hólm, Rósa Björg og Sigurjón Örn. Bræðurnir Helgi Reynir Jónsson og Kristján Pétur Jónsson sáu um upptöku á hljóð og mynd.

  Birgir Steinn deilir myndbandinu á Facebook-síðu sinni með orðunum: „Stoltur af þessum stelpum sem koma mér sífellt á óvart. Þær eru klárar í slaginn og ætla að gefa allt sem þær eiga næsta laugardagskvöld í úrslitum.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum