Helgi bað Heiðu: „Ég greip tækifærið og bað hennar“

Deila

- Auglýsing -

Heiða Ólafs söngkona og Helgi Páll Helgason doktor í tölvunarfræði eru trúlofuð, en Helgi bað sinnar heittelskuðu um helgina.

Parið kynntist í haust í gegnum sameiginlega vini, en skráði sig í samband á Facebook í byrjun árs.

Sjá einnig: Heiða og Helgi eru nýtt par

Helgi átti afmæli föstudag og Heiða í gær á sunnudag. Helga fannst því tilvalið að nýta daginn á milli í bónorð og segir svo frá:

„Þakka innilega fyrir afmæliskveðjurnar kæru vinir! Ég átti frábæran afmælisdag í gær og dagurinn í dag byrjar vel líka:

Þannig er mál með vexti að ég á afmæli 24. júli og Heiða mín á afmæli 26. júlí. Heiða er yndisleg og hlý manneskja sem fangar svo margt sem ég hef verið að leita eftir og margt fleira til. Það er eitthvað skemmtilega rómantískt (nú eða bara drullu væmið) við þennan dag sem liggur á milli okkar svo ég greip tækifærið og bað hennar.

Gæti ekki verið glaðari, það er mér mikil ánægja að segja frá því að við erum núna trúlofuð og hlökkum til spennandi og ástríkrar framtíðar saman.

Fleira var það ekki að sinni. Góðar stundir.“

 

- Advertisement -

Athugasemdir