2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Helgi Björns og Reiðmenn vindanna komnir heim í hlað

  Helgi Björnsson sem fylgdi þjóðinni með eftirminnilegum hætti í gegnum samkomubannið með þáttunum Heima með Helga, þar sem hann skemmti landsmönnum ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Halldórsdóttur og völdum gestum, lagði land undir fót í byrjun mánaðar, og hélt tónleika víðsvegar um landið.

  Alls staðar var uppselt en á ferðlaginu einbeittu Helgi og Reiðmenn vindanna sér að stöðum sem eru hvað lengst frá höfuðborginni og nutu við það stuðnings Icelandair Connect sem kom þeim á milli staða svo og Bílaleigu Akureyrar.

  Helgi og Reiðmaður háloftanna
  Mynd / Aðsend

  „Okkur langaði að fara til þeirra sem búa lengst frá borginni og eiga ekki auðvelt með að fara í ferðalag og heimsækja okkur í Háskólabíói í haust. Þannig að við fórum bara til þeirra,“ segir Helgi um tilkomu tónleikaferðarinnar.

  AUGLÝSING


  „Þetta var umfangsmikið ferðalag, öll hljómsveitin og hluti leikmyndarinnar og reyndum við að skapa þessa stemningu á öllum stöðunum. Þetta voru fjórtán tónleikar á þrjátíu dögum en mikið rosalega var þetta gaman.

  Þetta hefur verið alveg ótrúlegt ferðalag, alveg frá því að við stukkum í það að halda fyrsta tónleikaþáttinn hjá Símanum í byrjun þessa samkomubanns. Það vissi enginn í rauninni í hvað við vorum að fara eða hvert þessi leið lægi en blessunarlega fór þjóðin með okkur, alla leið, eins og segir í laginu,“ segir Helgi.

  Á ferð um landið
  Mynd / Aðsend

  „Þetta hefur verið alveg ótrúlega fallegt ferðalag og við erum öll full þakklætis. Nú hvílum við okkur og skoðum landið og hlöðum sálina orku fyrir tónleika í Háskólabíó í haust.“

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum