Helgi Bjöss endurtekur stofutónleika sína: „Skrýtið að fá ekkert klapp þegar lagið er búið“

Deila

- Auglýsing -

Helgi Björnsson, Reiðmenn vindanna og Salka Sól buðu upp á stofutónleika síðasta laugardag, sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans og streymt á Mbl.is.

 

Viðbrögðin voru góð, svo góð að Helgi ætlar að endurtaka leikinn, næsta laugardag.

„Ég hef fengið svakalega mikil og góð viðbrögð við tónleikunum og mér skilst að það hafi verið rosalega mikið áhorf. Sérfræðingar í samfélagsmiðlafræðum sögðu að það hefði nánast allt farið á hliðina þar. Ég hef þeirra orð fyrir því, ég er ekki sérfræðingur í þeim efnum,“ segir Helgi í viðtali á K100.

„Að vinna með þennan hljóðheim með kassagítara og órafmagnað að mestu var mjög skemmtilegt en vissulega er skrýtið að hafa enga áhorfendur og heyrendur fyrir framan sig og fá ekkert klapp þegar lagið er búið, sem er venjulega partur af þessu öllu. Það er sérstakt að fá enga endurgjöf á staðnum, en maður er fljótur að venjast því og ég er með reynslu af því að tala við upptökuvélina,” segir Helgi aðspurður um hvernig var að bjóða upp á tónleika í stofunni heima.

„Fyrst það fór svona vel ofan í fólk hvernig við gerðum þetta ætlum við að halda þessu á sömu nótum, alveg óþarfi að skipta um formúlu. Við höfum þetta einfalt og bjóðum heim í stofu og sýnum í Sjónvarpi Símans, á útvarpsstöðinni K100 og streymum á Mbl.is.“

- Advertisement -

Athugasemdir