Helgi kaupir Skál

Deila

- Auglýsing -

Heyrst hefur…

 

… að Helgi Jean Claessen, athafnamaður og hlaðvarpsmaður, hafi keypt sér glæsilegt hús í Mosfellsbæ. Segir Helgi að það hafi tekið hann lengri tíma að safna fyrir húsi en hann vonaðist til, og því hafi hann tekið þetta með ítölsku leiðinni og nái hann að bruna að heiman rétt fyrir fimmtugsaldurinn.

Eitthvað er Helgi Jean að misreikna sig því hann er nýorðinn 38 ára. Ekki nema hann ætli að vera áratug að taka húsið í gegn. Húsið ætti að henta Helga vel og bókarskrifin að detta í blússandi gír en hann stefnir á bókaútgáfu á nýju ári. Húsið ber nafnið Skál, og ætlar Helgi að bæta við það fornafni og heitir það hér með: Kakókastalinn Skál. Fylgjast má með Helga á Instagram og hlusta á hann og vin hans, Hjálmar Örn, í gríðarlega vinsælum hlaðvarpsþætti þeirra, Hæ hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars.

View this post on Instagram

Það tók aðeins lengri tíma að safna fyrir húsi en ég vonaðist til – en það hafðist að lokum. Ég tek þetta því með ítölsku leiðinni og næ að skrensa að heiman rétt fyrir fimmtugsaldurinn. Ég var búinn að manifesta hús í þrjú ár – og þegar ég kom inn í þetta slot í Mosó og meðfylgjandi kofa – vissi ég það strax: þetta var heimilið mitt. Útsýni á Esjuna úr risinu – og líka ástina mína Úlfarsfellið sem er í göngufæri. Sýn mín var líka að geta fundið heimili og samkomustað fyrir fólk til að hittast: horfa á fótbolta, drekka kakó eða bara almennan fíflagang. Og þetta var bara fullkomið! Það er búið að ganga á ýmsu frá því ég sneri við blaðinu fyrir 6 árum – og þetta hafðist ekki með hörkunni – heldur í mildinni. Húsið ber nafnið Skál – og ætla ég að bæta við það fornafni og heitir það hér með: – Kakókastalinn Skál -. Heitt kakó á könnunni fyrir alla gesti! 🌈🦄❤🥃 #makemosógreatagain

A post shared by Helgi Jean (@helgijean) on

- Advertisement -

Athugasemdir