• Orðrómur

Héraðið keppir um Drekaverðlaunin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, keppir um Drekaverðlaunin, sem veitt verða á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem fer fram 24. janúar til 3. febrúar. Hátíðin er haldin í 43. skipti en hún er sú stærsta á norðurlöndunum. Um er að ræða peningaverðlaun sem svara til einnar milljónar sænskra króna, um þrettán milljónir íslenskra króna.

 

„Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,” segir Grímur Hákonarson.

Aðrar myndir í aðalkeppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Beware of Children eftir Dag Johan Haugerud, A Perfectly Normal Family eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amanda Kernell og Psychosis in Stockholm eftir Maria Back.

- Auglýsing -

Leikarinn Stellan Skarsgård, sem vann Golden Globe verðlaun nýverið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl, hlýtur heiðursverðlaunin Nordic Honorary Dragon Award í ár.

Íslensk mynd hefur tvisvar unnið verðlaunin en það voru myndir Dags Kára Péturssonar, Voksne Mennesker (2006) og Nói Albinói (2003).

- Auglýsing -

Héraðið hefur verið á ferð og flugi frá því að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og víðar.

Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu (Arndís Hrönn Egilsdóttir), miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -