2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Herra Hnetusmjör er Bæjarlistamaður Kópavogs 2020

  Árni Páll Árnason, tónlistarmaður og rappari, eða Herra Hnetusmjör, eins og hann er best þekktur var í dag valinn Bæjarlistamaður Kópavogs árið 2020.

   

  Valið fór fram á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar og var tilkynnt í Vatnsendaskóla að viðstöddum 10. Bekk skólans.

  „Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi,” segir í tilkynningu.

  Á myndinni eru bæjarlistamaðurinn ásamt lista- og menningarráði og bæjarstjóra. Frá vinstri: Guðmundur Gísli Geirdal, Páll Marís Pálsson, Herra Hnetusmjör, Karen E. Halldórsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Ármann Kr. Ólafsson.

  AUGLÝSING


  „Það er alveg geggjað að fá þessa viðurkenningu frá Kópavogsbæ eftir að hafa lagt alla þessa vinnu inn, þetta er þvílíkur heiður og ég er gríðarlega þakklátur,“ segir Herra Hnetusmjör.

  Herra Hnetusmjör var í forsíðuviðtali Mannlífs árið 2018: „Ég er ekki hér til að taka þátt. Ég er hér til að vinna“

  Herra Hnetusmjör er án efa einn af þekktari tónlistarmönnum dagsins í dag, og hefur hann unnið til fjölda verðlauna, en hann var valinn poppflytjandi ársins á Hlustendaverðlaununum nú í ár auk þess að eiga plötu ársins KBE kynnir: DÖGUN og árið 2019 var hann einnig valinn flytjandi ársins og átti plötu ársins.

  Hann vinnur nú að nýrri plötu og stefnir að því að gefa hana út í árslok. Einnig ætlar hann að taka upp tónlistarmyndband af stöðum í Kópavogi, sem hafa mótað hann og er stefnan að koma sem flestum íbúðum bæjarins fyrir í myndbandinu.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum