Hildur Eir og Kristinn trúlofuð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, og Kristinn Hreinsson, rekstrarfræðingur, eru trúlofuð.

Parið deilir gleðitíðindunum í færslu á Facebook, en þau hafa verið saman í tvö ár. Hildur Eir var í forsíðuviðtali 10. tbl. Vikunnar, þar sem meðal annars kemur fram að Hildur Eir greindist með krabbamein í endaþarmi í apríl í fyrra.

Í viðtalinu segist Hildur Eir fyrst hafa leitt hugann að því hvernig Kristinn tæki tíðindunum.

„Ég hugsaði ekki fyrst um börnin mín eins undarlega og það hljómar af því ég var alveg viss um að ég myndi sigrast á þessu, þannig að ég hugsaði ekki, þeir verða móðurlausir, heldur meira, hvernig á ég að segja Kidda þetta. Ég hélt í jákvæðnina og styrkinn þar sem hann er ekkill og missti konuna sína úr heilakrabbameini 2016, sem var mjög erfið og ósanngjörn barátta. Ef ég hefði verið í öðru samhengi í lífinu þá hefði ég kannski orðið dramatískari og farið í meiri sjálfsvorkunn, en þarna var maðurinn minn og dætur hans búin að ganga í gegnum þetta áfall og ég sagði við sjálfa mig: Það er ekki í boði, Hildur. Þetta er bara eitthvert æxli í rassgatinu á þér og alveg hægt að vinna með það. Þú ferð ekki að leggjast í rúmið yfir því. Þannig að ég herti mig upp og fór í baráttuhug,“ segir Hildur og segir það hafa verið tiltölulega auðvelt að segja börnunum frá, hún hafi gætt þess að vera skýr og upplitsdjörf þegar hún sagði þeim fréttirnar.

Sjá einnig: „Krabbameinið styrkti okkur, það er enginn vafi um það“

„Ég var svo viss um það strax í hjarta mínu að þetta myndi fara vel og þau urðu ekki skelfingu lostin við fréttirnar. Kiddi sagði sem eðlilegt var: „Þetta var kannski ekki það sem mig vantaði.“ Við vorum ekki búin að vera saman lengi og ekki byrjuð að búa saman, þannig að ég hugsaði að það væri ekki hægt að leggja þetta á hann, ég ætti eftir meðferð með öllu sem henni fylgir og bataferlið, það yrðu einhverjir mánuðir sem ég yrði ekki sama manneskjan. Mér fannst ég verða að gefa honum útgönguleið og bara orðaði það við hann: „Veistu það munu allir skilja það, það mun engum finnast þú vera vond manneskja. Ég myndi skilja það, ég yrði auðvitað sorgmædd og myndi sjá eftir þér, en á sama tíma fyndist mér það betra ef þú segir mér bara að þú treystir þér ekki í þetta,“ segir Hildur.

Hún segir Kidda ekki hafa getað brugðist meira afgerandi við. „Hann varð eiginlega svona snöggreiður og sagði: „Þetta skalt þú aldrei orða aftur.“ Þar með var þetta afgreitt út af borðinu og ég hugsaði: þá veit ég úr hverju hann er gerður.

Auðvitað hafa margir hugsað að við parið myndum ekki vinna okkur út úr þessu áfalli, En það varð til þess að ég áttaði mig enn betur á úr hverju Kiddi er gerður og hverjir styrkleikar hans eru. Ég hafði auðvitað gert mér grein fyrir að ég væri hrifin af honum og að hann væri góð manneskja en ég áttaði mig þarna á því hversu mikil manneskja hann er. Krabbameinið styrkti okkur, það er enginn vafi um það.“

Séð og Heyrt óskar parinu til hamingju með trúlofunina.

Sjá einnig: „Það eru engin kokteilboð í prestskapnum“

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -