2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hildur ekki í samantekt RÚV um Óskarsverðlaunin

  Eins og alþjóð veit hlaut Hildur Guðnadóttir tónskáld Óskarsverðlaunin á sunnudag, stærstu viðurkenningu kvikmyndabransans og þá stærstu sem Íslendingur hefur hlotið á þessum vettvangi.

   

  Sjá einnig: Hildur hlaut Óskarinn

  Verðlaunahátíðin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV, en athöfnin tók um 3 klst. Í gærkvöldi var síðan sýnd samantekt frá hátíðinni með íslenskum texta og er hún um 90 mínútur að lengd.

  Það sem vekur hins vegar athygli er að ekkert sést af þessum frábæra árangri Hildar í samantektinni.

  AUGLÝSING


  Leikkonurnar Brie Larson, Gal Gadot og Sigourney Weaver afhentu verðlaun fyrir bestu tónlist í kvikmynd, sem Hildur vann, og síðan strax á eftir verðlaun fyrir besta lag í kvikmynd sem Elton John og Bernie Taupin unnu. Í samantektinni að nálgast 56 mínútu sjást þær stöllur labba inn á sviðið og síðan er klippt á þegar þær tilkynna lögin sem tilnefnd eru.

  Á vef RÚV segir að samantektin sé „international version“ eða alþjóðleg útgáfa og því er ekki við RÚV að sakast, enda hafa þeir gert árangri Hildar skil að góðu leyti, eins og flestir aðrir íslenskir miðlar. Það verður hins vegar að skrifa þetta á akademíuna og/eða sjónvarpsstöðina ABC að geta enn og aftur ekki hyllt árangur kvenna í kvikmyndum, þá sjaldan að þær komast í sviðsljósið og á verðlaunasvið.

  Horfa má á samantekina hér.

  Sjá má atriðið þar sem Hildur fær Óskarinn í heild sinni hér fyrir neðan.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum