2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hildur fékk handskrifað bréf frá vini sínum Guðna: „Annars er ég bara borubrött“

  Hildur Eir Bolladóttir prestur gengst nú undir krabbameinsmeðferð, en hún greindist með krabbamein í endaþarmi í apríl.

   

  Hildur Eir hefur verið opinská með meinið, eins og flest annað, og oft má lesa gamansamar sögur á Facebook-síðu hennar.

  Í dag segir hún að henni hafi borist handskrifað bréf frá vini hennar, Guðna Th. Jóhannessyni forseta.

  „Mikið er fólk fallegt. Hef fengið svo margar fallegar kveðjur úr ýmsum áttum síðan ég greindist með leiðindin. Í dag barst mér ein handskrifuð heim að dyrum og þó ég viti að sendandinn myndi ekki gefa mér leyfi til að birta þetta hér, er ég í eðli mínu svo ósvífin að ég geri það samt,“ segir Hildur Eir og birtir með mynd af bréfinu.

  AUGLÝSING


  „Ég hef aldrei held ég namedroppað á samfélagsmiðlum en ég á hins vegar góðan vin í okkar mannvænlega forseta og hann hefði ekkert þurft að muna eftir mér í mínum aðstæðum, hann í öllum sínum önnum, en hann gerir það samt. Annars er ég bara „borubrött“ eins og ég svaraði manninum svo skemmtilega óvænt í dag.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum