Hildur háskólakona ársins: „Mik­ill heiður að veita Hildi þessa viður­kenn­ingu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hild­ur Guðna­dótt­ir, tónskáld og sellóleikari, hef­ur verið val­in há­skóla­kona árs­ins 2020. Hildur bætir þar með einni fjöður til í viðurkenningarhatt sinn, en hún hefur unnið og verið tilnefnd til fjölda verðlauna í ár, og 2019 og 2020, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

Fé­lag há­skóla­kvenna, sem stofnað var árið 1928, stend­ur fyr­ir vali á há­skóla­konu árs­ins, en þetta er í fjórða sinn sem valið fer fram. Við valið er horft til þess að fram­lag há­skóla­konu árs­ins til sam­fé­lags­ins þyki skara fram úr, að hún sé brautryðjandi á sínu fagsviði og að hún sé góð fyr­ir­mynd fyr­ir aðrar há­skóla­kon­ur.

„Fjöl­marg­ar há­skóla­kon­ur voru á for­valslista og er það sam­dóma álit stjórn­ar Fé­lags há­skóla­kvenna að Hild­ur Guðna­dótt­ir upp­fylli vel öll þau skil­yrði sem sett eru fyr­ir val­inu og þykir hún hafa sýnt í verki hverju það get­ur skilað að hafa góða mennt­un í fartesk­inu. Til­gang­ur þess að velja há­skóla­konu árs­ins er að vekja at­hygli á fjöl­breytt­um starfs­vett­vangi há­skóla­kvenna, beina kast­ljós­inu að störf­um þeirra og und­ir­strika fram­lag þeirra til sam­fé­lags­ins. Auk þess sem fé­lagið vill fagna fram­gangi þeirra, áræði og sér­stök­um ár­angri,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Fé­lagi há­skóla­kvenna.

Mikill heiður að veita Hildi viðurkenninguna

Hild­ur er með BA-gráðu frá Lista­há­skóla Íslands og fram­halds­nám frá Uni­versität der Kün­ste í Berlín. Hún hef­ur náð framúrsk­ar­andi ár­angri á sínu sviði og hlotið fjöl­marg­ar viður­kenn­ing­ar og verðlaun fyr­ir tón­verk sín.

„Hún hef­ur samið fjöld­ann all­an af verk­um fyr­ir kvik­mynd­ir, sjón­varpsþætti, leik­hús og marg­vís­leg önn­ur list­form. Hún hef­ur einnig gefið út hljóm­plöt­ur með eig­in verk­um. Meðal fjöl­margra viður­kenn­inga sem Hild­ur hef­ur hlotið eru Óskar­sverðlaun, Gold­en Globe-verðlaun, Grammy-verðlaun,  Emmy-verðlaun og BAFTA-verðlaun. Þá hlaut hún til­nefn­ing­ar til tvennra Grammy-verðlauna fyr­ir tón­list­ina í kvik­mynd­inni Jóker.

Það má með sanni segja að Hild­ur sé vel að þess­ari viður­kenn­ingu kom­in. Hún hef­ur náð stór­kost­leg­um ár­angri á sínu sviði og fáir Íslend­ing­ar sem hafa náð viðlíka ár­angri. Það er okk­ur í stjórn Fé­lags há­skóla­kvenna því mik­ill heiður að veita Hildi þessa viður­kenn­ingu.”

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -