• Orðrómur

Hildur hlaut BAFTA-verðlaun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir bestu tónlist fyrir kvikmyndina Joker. Móðir hennar birti færslu á Facebook með mynd af Hildi með verðlaunin.

 

Íslendingar hafa áður verið tilnefndir og unnið til BAFTA-verðlauna. Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir klippingu á kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Latibær hlaut verðlaunin árið 2006 fyrir besta barnaefnið og Ólafur Arnalds hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch. Jóhann Jóhannsson tónskáld var tilnefndur þrisvar fyrir frumsamda tónlist, árið 2015 fyrir The Theory of Everything, árið 2016 fyrir Sicario og árið 2017 fyrir Arrival.

- Auglýsing -

BAFTA-verðlaunahátíðin, bresku kvikmyndaverðlaunin, fer fram í 73. sinn í kvöld í Royal Albert Hall í London í Bretlandi. Á hátíðinni eru breskar og alþjóðlegar kvikmyndir tilnefndar til verðlauna í 25 flokkum, en nýr flokkur í ár er besta leikaraval (casting). Auk þess eru tvenn heiðursverðlaun veitt, Andy Serkis fær verðlaun fyrir framlag hans til breska kvikmyndaiðnaðarins og Kathleen Kennedy fær BAFTA Fellowship verðlaunin.

Joker fékk flestar tilnefningar, 11 talsins og kvikmyndirnar The Irishman og Once Upon a Time in Hollywook næst flestar 10 talsins hvor.

Kynnir á hátíðinni er Graham Norton spjallþáttakonungur, leikari og fjölmiðlamaður með meiru.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -