• Orðrómur

Hildur í stjörnuprýddum hádegisverði: Beðin að hafa ræðuna ekki of langa né leiðinlega

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hildur Guðnadóttir tónskáld mætti í gær í árlegan hádegisverð Óskarsakademíunnar, þangað er öllum þeim sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna hvert ár boðið, svona til að leggja þeim lífsreglurnar fyrir hátíðina.

 

Forsvarsmenn hátíðarinnar lögðu til að mynda mikla áherslu á að verðlaunahafar gættu þess að hafa ræður sínar ekki langar og alls ekki leiðinlegar. Stjörnurnar gæddu sér á hádegisverði, heilsuðu upp á hinar stjörnurnar og sátu fyrir á myndum, þar á meðal hópmynd af þeim sem tilnefnd eru í ár.

Risahópur.

- Auglýsing -

Hildur vann um helgina Grammy-verðlaun, um næstu helgi er hún tilnefnd til bresku BAFTA-verðlaunanna og að lokum eru það Óskarsverðlaunin 9. febrúar, en Hildur er talin sigurstrangleg þar og yrði þá fyrst Íslendinga til að vinna Óskarsverðlaun.

Hildur ásamt David Rubin forseta Óskarsakademíunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -