Hildur tilnefnd til BAFTA verðlauna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld er tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíu verðlauna BAFTA, fyrir tónlist hennar í kvikmyndinni Joker.

 

Verðlaunin fara fram 2. febrúar í Royal Albert Hall í London, en greint var frá tilnefningum í dag. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í sama flokki eru 1917, Jojo Rabbit, Little Women og Star Wars: The Rise of Skywalker.

Kvikmyndin Joker fær flestar tilnefningar, alls 11 talsins.

Hildur vann Golden Globe verðlaunin fyrir Joker á sunnudag, en hún hefur hlotið fleiri verðlaun fyrir tónlistina og er tilnefnd til þrennra sem fara fram í þessari viku. Hildur er einnit á skammlista Óskarsins og kemur í ljós í næstu viku hvort hún verði tilnefnd þar, en Óskarsverðlaunin fara fram 9. febrúar.

Hildur vann einnig Emmy verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl í september, World Soundtrack Awards í október, og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira