• Orðrómur

Hildur Vala og Jón eiga von á barni: „Ævintýrin gerast enn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarhjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson, eiga von á sínu fjórða barni í sumar, en fyrir eiga þau eina dóttur og tvo syni.

Hildur Vala greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Facebook, þar sem systkinin þrjú halda á sónarmynd. „Ævintýrin gerast enn! Þessi þrjú eru mjög spennt fyrir litlu systkini í sumar og það ríkir mikil gleði og hamingja hér á bæ,“ skrifar Hildur Vala.

Hildur Vala er söngkennari við Tónlistarskóla FÍH og Jón stjórnar lagasmíðanámskeiðum, útvarpsþættinum Sunnudagsmorgun með Jóni Ólafssyni á Rás 2.

- Auglýsing -

Hjónin kynntust í Idol Stjörnuleit 2005 þegar Hildur Vala keppni og vann og Jón var einn dómara. Hjónin hafa gefið út tónlist saman, nú síðast lagið Fellibylur sem keppti í Söngvakeppninni í fyrra. Hildur Vala gaf 2018 út þriðju sólóplötu sína, Geimvísindi, þá fyrstu með frumsömdu efni.

Jón er hljómborðsleikari, söngvari og lagahöfundur, og hefur verið í fjölmörgum sveitum eins og Possibillies, Sálinni hans Jóns míns, Bítlavinafélaginu, Fjallkonunni og Nýdanskri.

Séð og Heyrt óskar fjölskyldunni til hamingju með væntanlegt sumarbarn.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -