Hildur Vala og Jón eiga von á barni: „Ævintýrin gerast enn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarhjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson, eiga von á sínu fjórða barni í sumar, en fyrir eiga þau eina dóttur og tvo syni.

Hildur Vala greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Facebook, þar sem systkinin þrjú halda á sónarmynd. „Ævintýrin gerast enn! Þessi þrjú eru mjög spennt fyrir litlu systkini í sumar og það ríkir mikil gleði og hamingja hér á bæ,“ skrifar Hildur Vala.

Hildur Vala er söngkennari við Tónlistarskóla FÍH og Jón stjórnar lagasmíðanámskeiðum, útvarpsþættinum Sunnudagsmorgun með Jóni Ólafssyni á Rás 2.

Hjónin kynntust í Idol Stjörnuleit 2005 þegar Hildur Vala keppni og vann og Jón var einn dómara. Hjónin hafa gefið út tónlist saman, nú síðast lagið Fellibylur sem keppti í Söngvakeppninni í fyrra. Hildur Vala gaf 2018 út þriðju sólóplötu sína, Geimvísindi, þá fyrstu með frumsömdu efni.

Jón er hljómborðsleikari, söngvari og lagahöfundur, og hefur verið í fjölmörgum sveitum eins og Possibillies, Sálinni hans Jóns míns, Bítlavinafélaginu, Fjallkonunni og Nýdanskri.

Séð og Heyrt óskar fjölskyldunni til hamingju með væntanlegt sumarbarn.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -