• Orðrómur

Hildur vann Grammy-verðlaun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hildur Guðnadóttir, tónskáld, hlaut í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunahátíðin fór fram í 63 sinn í Los Angeles Convention Center í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Hildur hefur því unnið Óskar-, Bafta-, Golden Globe- og Grammyverðlaun fyrir tónlist sína í Joker.

Hildur vann Grammy-verðlaunin í fyrra fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

- Auglýsing -

Í ár var Hildur einnig tilnefnd fyrir lagið Bathroom Dance í Joker en vann ekki þau verðlaun.

Hátíðin er rafræn eins og flestar hátíðir núna og tók Hildur við verðlaununum í gegnum fjarfundabúnað, en áður átti kynnirinn í basli með föðurnafn hennar.

Hildur þakkaði Todd Phillips, leikstjóra Joker, fyrir þá trú sem hann hafði á henni og það rými sem hann veitti henni þegar hún samdi tónlistina „Og ég vil líka þakka Sam mínum og Kára og allri tónlistarfjölskyldu minni fyrir töfra sína.“

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -