Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Hilmar deilir töfralausninni: Sparar sér fúlgur fjár og losnar við kílóin – „Til betra lífs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veiran sem við öll þekkjum og herjar á heimsbyggðina hefur haft skelfilegar afleiðingar. Hún skóp á skömmum tíma nýja veröld og veldur ótta, atvinnuleysi, kvíða, einangrun, auknu heimilisofbeldi og andlátum. Listinn er mun lengri. En þá eru margir hafa nýtt ófremdarástandið og tekið líf sitt til gagngerar endurskoðunar, eflt sig og styrkt. Í þeim hópi er Hilmar Þór Norðfjörð, markaðsmaður og ljósmyndari. Hann vill deila reynslu sinni, öðrum til innblásturs. Töfraráðið sem Hilmar lumar einnig á, getur sparað fólki tugi ef ekki hundruð þúsund og um leið orðið til þess að styrkja bæði sál, líkama og budduna.

Kostaði aðeins 30 til 40 þúsund

Lokun líkamsræktarstöðva eftir að COVID skall á hefur reynst mörgum þungur baggi. Hilmar greip þá til þess ráðs að endurhanna eitt herbergjanna í íbúðinni og breyta því í glæsilega einkalíkamsræktarstöð. Þetta tókst honum fyrir aðeins 30 til 40 þúsund krónur! Er það aðeins dýrara en þriggja mánaða kort í World class en ódýrara á mörgum öðrum líkamsræktarstöðvum.

„Ég fékk líka sjálfur Covid og þá byrjaði þessi baktería, að hafa aðstöðu heima til að æfa. Ég hef alltaf verið með líkamsræktarkort en hef svo ekki notað það mikið,“ segir Hilmar í samtali við Mannlíf og bætir glettinn við:

„Yfirleitt er ég að borga mánaðarlega fyrir montréttinn að geta sagst vera í ræktinni – sem ég var svo ekki mikið að stunda.“

Þolinmæði og heppni

Hilmar átti hjól fyrir frá Sportvörum og þá tók leitin að öðrum tækjum til að bæta í safnið. Hann lagðist yfir sölusíðuna Brask og brall á Facebook

- Auglýsing -

„Það hefur verið nánast ómögulegt að kaupa æfingavörur undanfarna mánuði en ef maður fylgist með og er heppinn, þá dettur maður niður á allskonar flotta hluti,“ segir Hilmar en lóðin keypti hann á Facebook.

„Í öðru tilfellinu þá stal ég eiginlega sölu til annars og er með smá samviskubit yfir því. Dóttir mín æfir oft heima og hún kom með hugmynd um að hafa boxpúða, ég gaf okkur svoleiðis í jólagjöf en ég mæli eindregið með boxi til að æfa. Það er bæði skemmtilegt og rosalega erfitt að boxa,“ segir Hilmar og bendir réttilega á að box sé alhliða æfing og ódýrt að fjárfesta í búnaði.

- Auglýsing -

Þá er hægt að fara út á pall eftir líkamsræktina og skella sér í heita pottinn.

 

Opið allan sólarhringinn

En líkamsræktarstöð stendur ekki undir nafni ef enginn er það lyftingarbekkurinn. Þeir reyndust uppseldir í landinu þegar Hilmar fór að líta í kringum sig. En þeir fiska sem róa og á endanum fann Hilmar bekk til sölu á Facebook og fékk hann á góðum kjörum.

„Það var það eina sem vantaði að mér fannst og núna er ég með nánast allt sem ég notaði í ræktinni heima og hef engar afsakanir til að æfa ekki,“ segir Hilmar og bendir á að stöðin hans sé opin allan sólarhringinn.

 

Von á einkaþjálfara

Nú hefur líkamsræktarstöð Hilmars orðið sér úti um einkaþjálfara fyrir aðalkúnna stöðvarinnar! Finnur Atli Magnússon, einkaþjálfari og KR-ingur er góður félagi Hilmars og hefur veitt góð ráð.

„Hann ætlar að taka með mér næsta skref í þjálfuninni en hann ætlar að koma í heimsókn nokkrum sinnum í mánuði til að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Ef fólk er að æfa og æfingarnar eru alltaf eins þá verða þær einsleitar og fólk missir móðinn og áhugann. Ég mæli því með góðum „wingman“ til að halda manni við efnið og brjóta upp æfingaplanið,“ segir Hilmar.

Allt annað líf

Á síðustu mánuðum hefur Hilmar lést um 22 kíló. Hann fór á síðasta ári í magaermi-aðgerð. Þegar hann byrjaði að léttast fór boltinn að rúlla og ýtti undir áhugann á að rækta líkamann.

„Núna æfi ég eitthvað daglega, stundum boxa ég eða hjóla. Stundum lyfti ég lóðum eða nota teygjur og stundum fer ég bara út að labba, en ég hreyfi mig allavega eitthvað daglega,“ segir Hilmar og bætir við:

„Þegar maður kemst í rútínu með þetta þá verður þetta gaman og ég tala nú ekki um þegar krakkarnir æfa með uppá félagsskapinn. Allar æfingar og sérstaklega box eru líka ótrúlega streitulosandi og maður getur látið pirring hversdagsins dynja á boxpúðanum sem glaður tekur við hverju „þungu“ höggi.“

Til gleði og betra lífs

En hvaða ráð hefur Hilmar fyrir aðra sem til dæmis strengdu áramótaheit og hafa stefnt að bættri heilsu.

„Það er ótrúlega frelsandi og gott fyrir sálina að játa eigin vanmátt og leita hjálpar útaf vandamálum, eins og ofþyngd. Ég hef verið mjög opinn með mitt ferli í að berja niður þyngdina og ég hef fengið fjölda fyrirspurna og símtala frá fólki sem eru reyna finna lausnir á sínum málum,“ segir Hilmar og finnst merkilegt að allt eru það ungir karlmenn sem leita ráða hjá honum.

„Ég fór í magaermi og líður mjög vel í dag í mínu ferli, og með betri líðan, mikilli hvatvísi og heilmiklu bráðlæti þá henti ég upp heimaræktinni á frekar stuttum tíma,“ segir Hilmar og á eitt gott ráð handa lesendum að lokum: „Ég mæli eindregið með því að allir sem þurfa á því að halda leiti sér hjálpar og úrræði, til betra lífs!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -