• Orðrómur

Hipsumhaps gefur út tvö lög og myndband: Samskipti í ástarmálum nútímans

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hipsumhaps gefur út lögin 2021 og Þjást sem finna má á nýrri breiðskífu sem er væntanleg í næsta mánuði. Hipsumhaps sló í gegn með plötunni Best gleymdu leyndarmálin árið 2019 sem innihélt smelli eins og Lífið sem mig langar í og Honný og hefur nýrrar plötu verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Hipsumhaps skipa Fannar Ingi Friðþjófsson og Jökull Breki Arnarsson.

Í byrjun vikunnar kom út myndband við lagið Þjást. „Þjást er ballaða sem fjallar um samskipti í ástarmálum í þessu hraða nútímasamfélagi þar sem allir eru alltaf „online“,“  segir Fannar Ingi. „Tilfinningin að vera pínu óöruggur og fara fram úr sjálfum sér og velta fyrir sér hvort hin manneskjan sé að upplifa það sama og að vilja frekar að vera með henni í stað þess að vera að tala saman í gegnum tæknina.“

- Auglýsing -

Myndbandið var tekið upp á köldum en fallegum vetrardegi í febrúar og fékk Fannar þær Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur og Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur til að leikstýra því. Fannar var ekki á því fyrst að leika sjálfur í myndbandinu en var sannfærður af leikstýrunum og segir að upplifunin á tökudegi hafi endað á því að vera mjög ánægjuleg þökk sé fagmannlegu og góðu teymi sem samanstóð af góðum vinum og fyrrum samstarsfólki úr kvikmyndabransanum.

2021 var laumað út í loftið á föstudeginum langa. Lagið byrjar á hljóðbrotum úr fréttatímum og hlaðvörpum frá síðasta ári en Fannar segir opnunarlagið setja tóninn fyrir restina af plötunni „Lagið fangar tíðarandann og má segja að tónlistin er skrásetning á samtíma okkar. Innblásturinn er frekar margþættur en ef ég hugsa plötuna sem söngleik þá er 2021 opnunarlagið þar sem allur bærinn er kominn á svið í fyrstu senunni.“

- Auglýsing -

Von er á fleirum lögum og myndböndum frá Hipsumhaps fram að útgáfu plötunnar og geta aðdáendur því látið sig hlakka til.

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -