Hitt húsið býður upp á stúdíóaðstöðu fyrir ungmenni

Deila

- Auglýsing -

Hitt Húsið, ungmennamiðstöð opnaði nýlega nýtt hljóðversrými fyrir ungt fólk.

 

Hitt Húsið sem sinnir starfi fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára hefur í áraraðir sinnt ungu fólki í frístundum og stuðlað að blómlegri listasenu fyrir ungt fólk í Reykjavík. Nú hefur húsið komið upp stúdíóaðstöðu sem er sniðin að ungu fólki sem hefur áhuga á að þróa tónlist sína og vinna að nýjum hugmyndum í aðstöðu hússins.

Boðið er upp á allt það helsta sem gott er að hafa þegar taka á upp og vinna tónlist. Hljóðkort, hátalarar, hljóðnemar og hljóðgervlar eru á staðnum, og er aðstaðan endurgjaldslaus fyrir ungmennin. Bæði er hægt að koma með sína eigin tölvu til að vinna á (boðið er upp á usb-c breyti stykki) eða nýta vélina sem er á staðnum. Einnig er 32“ 4k skjár og klippitölva fyrir þá sem vilja vinna að myndvinnslu.

Þeir sem vilja nýta sér aðstöðuna geta haft samband í gegnum  Facebook síðu Hins Hússins, eða með tölvupósti á [email protected] eða bara kíkja í heimsókn í hitt Húsið sem staðsett er  á Rafstöðvarveg 7 í Reykjavík.

Hitt Húsið á Facebook og Instagram.

 

- Advertisement -

Athugasemdir