Hjónin í HRESS eru Hafnfirðingar ársins – „Fólkið, kærleikurinn og gleðin heldur okkur gangandi“ 

Deila

- Auglýsing -

Linda Hilmarsdóttir og Jón Þórðarson (Nonni), eigendur heilsuræktarstöðvarinnar HRESS í Hafnarfirði eru Hafnfirðingar ársins 2019 samkvæmt afgerandi kosningu lesenda bæjarblaðsins Hafnfirðings.  

 

Hlutu þau 40% atkvæða, Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur var í öðru sæti með 22% atkvæða og Páll Eyjólfsson, rekstrarstjóri Bæjarbíós, í því þriðja með 10% atkvæða. Alls átta fengu tilnefningar.  

HRESS leikarnir fara fram á hverju ári og ávallt er valið að styrkja Hafnfirðing og fjölskyldu hans. Í viðtali við Hafnfirðing segja þau hjónin frá tilurð Hressleikana. 

„Hressleikarnir urðu til í kjölfar þess því starfsmenn hér vildu hressa viðskiptavinina við og skipuleggja gleðidag til að gleyma hruninu þó ekki væri nema í augnablik og þannig byrjuðu Hressleikarnir. Þetta gladdi alla og samkenndin varð einstök og aðsóknin líka svo að við urðum að selja inn á leikana. Ákveðið var að nota það fjármagn í að styrkja fólk í  tímabundnum fjárhagsvandræðum vegna veikinda eða annara áfalla, nokkurs konar okkar skyndihjálp,“ segir Linda. 

Nánar er rætt við hjónin í forsíðuviðtali Hafnfirðings sem lesa má hér. 

 

- Advertisement -

Athugasemdir