Hlustaðu á hugljúfa jólaábreiðu systranna í Miðtúni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tvíburasysturnar Freyja og Oddný Benónýsdætur, og hálfsystir þeirra Margrét Ósk Guðjónsdóttir, eða systurnar í Miðtúni eins og þær kalla sig, hafa vakið athygli fyrir söng sinn.

Guðjón Halldór Óskarsson faðir Margrétar og stjúpfaðir Freyju og Oddnýjar hefur birt myndbönd á Facebook af söng systranna við góðar viðtökur. Einnig glöddu þær til að mynda íbúa og starfs­fólk á Hjúkrunar­heimilinu Kirkju­hvoli með söng sínum.

Nú í desember gáfu þær út ábreiðu af jólalaginu Mary Did You Know. Mynd­band við lagið var tekið upp í Mid­gard undir stjórn Arnars­gauta og í hljóm­sveitinni sem spilar með eru þeir Óskar Þor­mars­son sem spilar á trommur, Sigur­geir Skafti Flosa­son á bassa, Stefán Jón Hrafn­kels­son á gítar og Guð­jón Hall­dór Óskars­son á píanó.

Tvíburasysturnar eru 17 ára, og Margrét Ósk 12 ára. Fjölskyldan býr rétt fyrir utan Hvolsvöll á bæ sem heitir Miðtún.

Í samtali við Séð og Heyrt í mars á þessu ári sagði Guðjón Halldór: „Margrét Ósk er í söngnámi í Tónlistarskóla Rangæinga hjá Unni Birnu Björnsdóttur. Oddný og Freyja eru í kór Menntaskólans á Laugarvatni. Fyrr í vetur lentu þær í 2. og 3. sæti í undankeppni framhaldskóla á Laugarvatni. Þær kepptu fyrir Hvolsskóla í úrslitum Samfés 2019. Þær tóku þátt í Ísland got talent er þær voru 11 ára og komust í sjónvarpið. Allar hafa þær lært á hljóðfæri.“

Sjá einnig:Söngur systranna í Miðtúni slær í gegn

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -