Hópur Íslendinga á stóran þátt í Óskarstilnefningu stórmyndar Nolan

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kvikmyndin Tenet er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár fyrir leikmyndahönnun (production design). Leikstjóri myndarinner er Christopher Nolan.

Íslendingar fá tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár, teiknimyndin Já fólkið er tilnefnd í flokki stuttteiknimynda og lagið Húsavík sem besta lagið.

Sjá einnig: Já-fólkið tilnefnd til Óskarsverðlauna

Sjá einnig: Húsavík tilnefnt til Óskarsverðlauna

En hópur íslendinga kom einnig að Tenet, eins og Eggert Ketilsson, listrænn stjórnandi við framleiðslu myndarinnar, segir í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Eggert var yfir leikmyndadeild myndarinnar, en hann hefur áður unnið með Nolan, síðast við gerð Dunkirk, sem einnig fékk tilnefningu fyrir leikmyndahönnun. Hinar myndirnar voru Interstellar og Batman Begins, sem báðar voru að hluta teknar upp á Íslandi.

Í ljós kom að Bretar réðu ekki við umfang Tenet og því voru Eggert og íslensk áhöfn hans kölluð til. „Í þessu tilfelli, fyrir þessa mynd, kom upp sú staða að Bretarnir og heimamenn sem voru að vinna við myndina réðu ekki við umfangið þannig að mig vantaði mannskap. Mig vantaði áhöfn, bara einn tveir og þrír,“ segir Eggert í viðtali við Síðdegisútvarpið. „Það sem er svo einstakt hér á Íslandi er að þú getur hringt í menn og fengið þá innan 24 tíma og það gerðist. Ég fékk áhöfn til Tallinn og svo vindur þetta upp á sig. Nolan þekkir íslenska kvikmyndagerðarmenn og leikmyndamenn og kann ákaflega vel við þá. Hann segir að það sé aldrei vesen með Íslendingana, það er viss heiðarleiki í vinnumennskunni og hlutirnir látnir gerast,“ segir Eggert, sem segir skemmtilegt og gefandi að vinna með Nolan.

„Hann vinnur á gamlan máta og tekur allt upp á filmu og gerir mikið af leikmyndum og tæknibrellurnar gerðar á staðnum. Það eru mikil forréttindi að vinna með honum á þessum stafrænu tímum.“

Auk Eggerts störfuðu Hallur Karl Hinriksson og Steingrímur Þorvaldsson sem áferðarmálarar og við smíðar og uppsetningu störfuðu Gunnar Kvaran, Freyr Ásgeirsson, Stígur Steinþórsson og Jón Andri Guðmundsson.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -