2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hugljúf ballaða Karitasar: „Náði loks að framkalla tilfinninguna“

  Karitas Harpa Davíðsdóttir söngkona gaf í gær út nýtt lag Running. Lagið sem er eftir hana sjálfa er fyrsta lagið af væntanlegri plötu Karitas og myndband er einnig á leiðinni.

   

  „Ég hefði aldrei getað þetta án þeirrar góðu aðstoðar sem ég hef hlotið og góðrar samvinnu. Að laginu kom mikið af góðu fólki sem náði loks að framkalla tilfinninguna sem ég hafði í huga og mikið sem ég vona að þið njótið þess að hlusta á Running. Mín von er að þið finnið tilfinningu lagsins eins sterkt og ég.“

  Framleiðandi lagsins er Zöe Ruth Erwin, sem síðast tók þátt í Söngvakeppninni með eigið lag hennar og Elísabetar Ormslev, Elta þig.

  AUGLÝSING


  „Running hefur verið í rúmlega 2 ár í vinnslu, það tók tvö ár að finna þann hljóðheim sem ég sóttist eftir og er texti lagsins mér kær. Laginu má helst lýsa sem vegferð sjálfsins í sátt við sig og ákveðið var að gefa það út föstudaginn þrettánda, einfaldlega vegna þess að 13 er og hefur alltaf verið mikil happatala innan minnar fjölskyldu svo þetta hreinlega getur ekki klikkað!“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum