2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hugrún Birta keppir í Miss Supranational: „Þroskandi ferli og dýrmæt lífsreynsla“

  Hugrún Birta Egilsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Supranational. Hugrún Birta keppti sem Miss Garðabær í Miss Universe Iceland og hlaut þar titilinn Miss Supranational Iceland 2019.

   

  Hugrún Birta er 24 ára, er í háskólanámi þar sem hún lærir markaðsfræði og starfar einnig sem vörumerkjastjóri snyrtivara. Hugrún Birta hefur æft fimleika og frjálsar íþróttir í mörg ár. Í dag æfir hún og þjálfar brasilíska glímu í Mjölni.

  Miss Supranational verður valin 6. desember í Katowice í Póllandi, en 78 stúlkur keppa um titilinn. Hugrún Birta flaug út á laugardag og er nú að undirbúa sig fyrir keppnina ásamt hinum stúlkunum. Netkosning með appi fer fram í ár, bæði appið og atkvæðið eru gjaldfrjáls. Sú stúlka sem fær flest atkvæði tryggir sér sæti í efstu 25 sætum keppninnar sem tilkynnt eru á lokakvöldinu sjálfu.“

  AUGLÝSING


  „Það er að mörgu að huga fyrir keppni sem þessa. Til að mynda þarf ég að hafa meðferðis marga kjóla, skart og skó auk þjóðbúnings og þjóðargjafar. Ég hef fengið ómetanlegan stuðning og aðstoð frá fagaðilum í undirbúning mínum síðustu mánuði. Þjóðbúningurinn sem ég mun klæðast er hannaður af Another Creation. Það hvílir enn leynd yfir því hvernig sá búningur lítur út og ég hlakka til að deila því með ykkur þegar að því kemur. Vera design á heiðurinn að þjóðargjöfinni sem ég fer með út. Hönnun hennar er einstök og afar smekkleg. Lindex sá um mikið af þeim fötum sem ég tek með út svo og fylgihluti,“ segir Hugrún Birta í viðtali við Vísi.

  „Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum