Húmor á óvissutímum með Eddu Björgvins – fyrirlestur í beinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Edda Björgvins hefur létt lund landsmanna í áraraðir í hinum ýmsu hlutverkum og ekki síst sem hún sjálf, því Edda hefur einnig í mörg ár boðið upp á fyrirlestra fyrir fyrirtæki og einstaklinga, og jafnframt haldið námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands

Og núna ætlar Edda að halda hádegisfyrirlestur sem við getum öll mætt á, því honum verður streymt í beinni, á morgun, þriðjudaginn 24. mars kl. 12.

Edda segir okkur hvernig má nýta húmorinn, gleðina og kærleikann til að gera þessa „fordæmalausu“ tíma bærilegri. Ef þú vilt taka pásu frá erfiðum og kvíðavaldandi hugsunum og létta lundina vertu þá með.

Á þessum örfyrirlestri mun Edda fara yfir hvernig við getum nýtt húmorinn til þess að breyta erfiðu andrúmslofti í nærandi umhverfi, hvernig húmor gagnast við streitulosun, eykur samkennd og styður við okkur á þessum skrýtnu tímum.

Fyrirlesturinn er opinn og aðgengilegur öllum að kostaðarlausu. Skráðu þig á viðburðinn á Facebook og þar verður settur inn hlekkur á fyrirlesturinn.

Hlekkurinn er hér.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda,...