Húsavík og Já fólkið á stuttlista Óskarsverðlaunanna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Svokallaður stuttlisti (shortlist) Óskarsverðlauna var birtur í gær fyrir nokkra flokka verðlaunanna sem fara fram 25. apríl í 93. sinn.

Ísland á fulltrúa á listanum, lagið Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga og stuttmyndina Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson.

Stuttlistinn inniheldur tilnefningar í níu flokkum: besta heimildarmynd í fullri lengd, besta stutta heimildarmyndin, besta erlenda mynd, besta förðun og hár, besta tónlist, besta lag, besta stutta teiknimyndin, besta stutta hreyfimyndin og bestu tæknibrellurnar.

Akademían þarf nú að velja úr þeim sem eru á stuttlistanum og verða tilnefningar kynntar 15. mars. 15 lög eru á stuttlistanum, en 105 lög voru til að velja á milli.  5 þeirra verða tilnefnd til Óskarsverðlauna. 10 stutt teiknimyndir eru á stuttlistanum, en 96 voru til að velja á milli. 5 þeirra verða tilnefndar til Óskarsverðlauna.

Kvikmyndin Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire kom á Netflix í júní í fyrra og vakti heilmikla athygli á landinu og voru aðdáendur Eurovision í það minnsta yfir sig hrifnir af myndinni.

Will Ferrell og Rachel M­cA­dams eru í aðalhlutverkum og fjallar myndin um ís­lenska söngvara, sem fæddir eru og uppaldir á Húsavík, og dreymir um að vinna Eurovision. Myndin er að miklu leyti tekin upp á Húsavík, og er samnefnt lag, sem karakter McAdams syngur í myndinni óður til bæjarins. Það er þó sænska söngkonan Molly Sandén sem sér um sönginn. Atli Örvarsson tónskáld samdi tónlistina við myndina, en samdi þó ekki lagið Husavik.

Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson var sýnd á RIFF í fyrra og hlaut þar viðurkenningu fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Myndin fylgir íbúum í blokk í einn dag. Glíman við hversdagsleikann er misjöfn og ljóst að rútínan litar líf þeirra (og rödd). Þetta er gamansöm mynd um fjötra vanans.

Á meðal þeirra sem ljá myndinni rödd sína eru Helga Braga Jónsdóttir, Jón Gnarr, Ilmur Kristjánsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.

Myndin hlaut einnig verðlaun á Fredrikstad Animation Festival, verðlaun yngstu áhorfendanna (Children’s Choice Award) á Nordisk Panorama, og vann sem besta evrópskra stuttmynd á spænsku 3D Wire.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -