Hvað er bólbeita?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Allir sem hafa verið einhleypir og vilja koma sér í mjúkinn hjá hinu kyninu, hvort sem er á Netinu í spjalli, með SMS eða í eigin persónu á djamminu, hafa fleygt fram bólbeitu. Sumar þeirra notum við án þess að „fatta“ það meðan aðrar eru útpældar og ætlaðar til að ná einstaklingnum heim með sér þegar ballið er búið eða á stefnumót fljótlega.

 

Veiðilína 

Samkvæmt skilgreiningu Wikipedia er veiðilína („pikköpplína“ og bólbeita) setning til að brjóta ísinn í samræðum við annan einstakling sem viðkomandi hefur kynferðislegan áhuga á og/eða langar til að kynnast betur. Það helsta sem einkennir veiðilínur er hnyttni og fyndin hugrenningatengsl. Jafnvel dulin klúryrði og ágengni í framsetningu og eru þær jafnvel stundum settar fram með öfugsnúnum hætti. Þær geta líka verið mjög klámfengnar og ruddalegar. Veiðilínur verða mjög fljótt að lágkúrulegum klisjum, jafnvel hættulega óviðurkvæmilegar, ofurvæmnar og þá um leið illa þokkaðar. Þær hafa þá öfug áhrif við það sem ætlast var til af þeim í fyrstu.

Hér er stuð.

Það má skipta einstaklingum upp í nokkrar týpur eftir því hvaða bólbeitu þeir nota:

Varkára týpan:
*Ertu systir hennar Guðrúnar?
*Kemurðu oft hingað?
*Vorum við ekki saman í íslensku í MH?

Nördalega týpan:
*Viltu koma heim og skoða frímerkjasafnið mitt?
*Þú kveikir í mér eins og ég á tölvunni.
*IPadinn þinn og minn gætu átt vel saman.

Hróstýpan:
*Vá, þú ættir að leika í Colgate-auglýsingum, þú hefur svo hvítt og fallegt bros.
*Ertu grísk? Nei, nú, ég hélt að allar gyðjur væru grískar.
*Á skalanum 1-10 þá ert þú nía og ég þessi eini sem þig vantar.

Dónalega týpan:
*Sæl, má ég sulla í druslunni þinni?
*Hvað er það við mig sem fær þig til að vilja rífast við mig?
*Töff buxur, má ég prófa rennilásinn?

Sjálfsörugga týpan:
*Þetta er happadagurinn þinn. Það vill svo til að ég er á lausu.
*Fyrirgefðu hvaða bólbeita virkar best á þig?
*Á ég að hringja í þig í fyrramálið eða bara ýta við þér?
*Þú lítur út eins og næsti kærasti minn/kærasta mín.
*Ég er kannski ekki sætasti gaurinn hérna inni en ég er sá eini sem er að tala við þig.

Virka bólbeitur yfirhöfuð?

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira