Hvað skyldi vanta í eitt dýrasta hús landsins?

Deila

- Auglýsing -

Klúður! Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, auglýsir nú glæsilegt einbýlishús sitt á Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi til sölu.

 

Allir miðlar landsins hafa birt fréttir af sölunni og myndir sem Skúli deilir á erlendri vefsíðu sem stofnuð er eingöngu um sölu hússins. Kaup á húsinu eru líklega á færi fárra annarra en erlendra auðkýfinga, enda verðið líklega ekkert Bónusverð. Stundin greindi frá því í desember 2018 að Skúli hafi veðsett húsið á tæplega 360 milljónir og má ætla að hann vilji mun hærri upphæð fyrir húsið.

Lestu einnig: Skúli selur glæsihýsið á Seltjarnarnesi – Sjáðu myndirnar

Það er allt til alls í húsinu, nema einn veigamikill hlutur, sem á þó að vera á húsinu lögum og reglum samkvæmt: bréfalúga. Í lögum um póstþjónustu nr. 19/2002 segir meðal annars að póstsendingu skuli dreift til þess aðila sem hún er stíluð á í bréfakassa eða bréfarifu (eins og bréfalúga heitir samkvæmt lögum). Póstrekendum er heimilt að endursenda póstsendingar ef bréfarifur og bréfakassar viðtakanda eru ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.

Ekki er hægt að bera póst til Skúla í húsið, og brugðu póstburðarmenn á það ráð á sínum tíma að koma póstinum í höfuðstöðvar WOW air við Katrínartún í Reykjavík. Eftir gjaldþrot félagsins var það eðlilega ekki hægt og því spurning hvort Skúli hafi einfaldlega leigt sér pósthólf á einhverri starfsstöð Póstsins. Eða ekki, hver nennir jú að fá gluggapóst heim, dagblöðin má lesa bara á Netinu.

 

 

- Advertisement -

Athugasemdir