2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hver verður Villi Vill?

  Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson munu setja upp leikverk byggt á ævi söngvarans Vilhjálms Hólmars Vilhjálmssonar í Borgarleikhúsinu leikárið 2020-2021. Hugmyndin að verkinu varð til á undan verkinu um Elly, eldri systur Vilhjálms, en eins og flestir vita sló sú sýning í gegn í Borgarleikhúsinu og er vinsælasta sýningin þar frá upphafi.

   

  Vilhjálmur Vilhjálmsson

  En hvaða leikari og/eða söngvari getur túlkað Vilhjálm? Að sögn Gísla Arnar fer frekari vinna við verkið í gang um áramót en Séð og Heyrt datt í hug að kíkja yfir „markaðinn“ og sjá hverjir gætu orðið Vilhjálmur. Sá sem kemur til greina þarf að geta túlkað Vilhjálm frá unga aldri til dánardags, en hann lést 33 ára að aldri. Hann þarf að geta leikið, sungið eins og engill, hrifið áhorfendur með sér líkt og Vilhjálmur hreif þjóðina með sér á stuttum en farsælum ferli og síðast en ekki síst að vera klár til að skuldbinda sig til lengri tíma, verði sýningin jafnvinsæl og Elly, sem gekk í rúm tvö ár eða 220 sýningar.

  Friðrik Dór og Jón Ragnar Mynd / Skjáskot Instagram

  AUGLÝSING


  Bræðurnir Friðrik Dór (31) og Jón Jónsson (34) eru nokkuð augljós valkostur, báðir geta sungið, alvanir á sviði, hafa fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum og eru einstaklega ljúfir og næs. Leikreynslan er engin, svo vitað sé, en það ætti ekkert að flækjast mikið fyrir þeim.

  Aron Már Ólafsson Mynd / Kristinn Magnússon

  Aron Már Ólafsson (26) útskrifaðist sem leikari í vor og hefur leikið stór hlutverk á fjölum Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins í Kæra Jelena og Shakespeare ástfanginn, þar sem hann stóð sig glimrandi vel og fékk góða dóma áhorfenda og gagnrýnenda. Við erum hins vegar ekki alveg viss um hvort Aron Már geti sungið, en hann hefur allt annað til að bera.

  Birgir Steinn Hilmarsson Mynd / Hákon Davíð Björnsson

  Birgir Steinn Stefánsson (27) er söngvari og lagahöfundur, sem á líklega vinsælasta lag Íslendings á Spotify, en laginu Can You Feel It hefur verið streymt nærri 16 milljón sinnum. Birgir er ekki með leikreynslu, en það ætti varla að há honum.

  Guðjón Davíð Karlsson Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson

  Guðjón Davíð Karlsson (39) hefur heillað Íslendinga lengi, jafnt í barnaefni, gamanefni og dramastykkjum. Gói sýndi á sér glænýja hlið sem glæpamaður í kvikmyndinni Lof mér að falla. Gói er því fær í allt, og svo er hann mjög lunkinn söngvari, og hefur sungið á Michael Buble og The Greatest Showman, svo nýleg dæmi séu tekin.

  Sigurður Þór Óskarsson Mynd / Skjáskot Instagram

  Sigurður Þór Óskarsson (31) leikari hefur einnig leikið í fjölbreyttum stykkjum; Ronju ræningjadóttur, dramanu Kæra Jelena, ærslaleiknum Sex í sveit og í spennukvikmyndum. Sigurður hefur sungið í söngleikjum, tók þátt í sýningum í Verslunarskólanum. Sigurður vann Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2008.

  Haraldur Ari Stefánsson Mynd / Bragi Þór Jósefsson

  Haraldur Ari Stefánsson (28) leikari gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Retro Stefson, áður en hann fór í leiklistina. Þar hefur hann leikið bæði í gamanleikjum og dramaverkum, þar á meðal Kæra Jelena og Sex í sveit. Haraldur er einn eigenda útvarpsstöðvarinnar 101 og því alvanur að koma fram í ólíkum hlutverkum.

  Vilberg Andri, Styr, Mímir Bjarki og Ingi Þór Mynd / Facebook

  Félagarnir Vilberg Andri Pálsson (20), Styr Orrason (19), Mímir Bjarki Pálmason (19), og Ingi Þór Þórhallsson (21) eru allir kornungir og óþekktir sé tekið mið af þeim sem fyrr eru nafngreindir. Fjórmenningarnir sýndu frábæra frammistöðu bæði í söng og leik í söngleiknum Ðé Lónlí Blú Bojs. Þrír þeirra voru í Verzlunarskólanum og tóku þátt í nemendaleiksýningum þar.

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum