2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Idris Elba með COVID-19

  Leikarinn Idris Elba greinir frá því á Twitter að hann er greindur með COVID-19 kórónaveiruna. Hann í myndbandinu ásamt Sabrinu, eiginkonu hans, en hún hefur ekki farið í greiningu, og segir Elba hvorugt þeirra sýna nein einkenni.

  Í morgun greindist égmeð COVID-19. Mér líður vel, é ger ekki með nein einkenni ennþá, en hef verið einangraður síðan ég komst að því að ég hefði mögulega smitast af sjúkdómnum,“ segir Elba.

  „Verið heima fólk og verið raunsæ. Ég mun láta vita af mér, ekki hafa áhyggjur.“

  Segist Elba hafa farið í próf þar sem hann áttaði sig á að hann hafði verið í samskiptum við einstakling sem var síðan greindur með smit. Komst hann að því á föstudag. „Ég fór því í sjálfskipaða sóttkví og fór strax í greiningu og fékk niðurstöðurnar í dag. Þetta er alvarlegt. Nú er tíminn til að takmarka samskipti og þvo hendur,“ segir Elba og bætir við:

  AUGLÝSING


  „Það er fólk þarna úti sem sýnir engin einkenni og getur því auðveldlega breitt sjúkdominn út. Þannig að núna er tíminn til að vera duglegur að þvo hendur og halda fjarlægð, ok.“

  Bendir hann á að þau hjónin hafi látið ættingja og samstarfsfélaga sína vita, og nauðsynlegt sé að vera opinn með það að vera smitaður. Mikilvægt sé að þeir sem eru veikir, telji sig þurfa á greiningu að halda eða að þeir hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling, fari í greiningu, það sé mjög mikilvægt.

  „Við búum í sundruðum heimi, við höfum öll orðið vör við það. Núna er hins vegar tíminn fyrir samstöðu. Núna er tíminn til að hugsa um hvert annað,“ segir Elba. „Faraldurinn hefur snert líf margra, fólk hefur misst ástvini, fólk sem jafnvel er ekki með sjúkdóminn hefur misst lífsviðurværi sitt. Þetta er alvöru.“

  Sjá einnig: Tom Hanks og Rita Wilson smituð

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum