Inga selur gullhúsgögn móður sinnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Inga Marín Björgvinsdóttir sem búsett er í Grindavík leitar nú að kaupendum að einstökum ítölskum gullhúsgögnum úr dánarbúi móður sinnar. Þrátt fyrir að hún vilji selja þau fyrir einn þriðja og hafi fengið hundruðir fyrirspurna vegna þeirra, er verðmiðinn ekki fyrir hvern sem er.

 

„Hótel Keflavík keypti glergullskáp og muni sem voru í honum sem allir voru úr gulli. Skápurinn var settur á Diamond-hæðina hjá þeim, sem er öll í þessum stíl. Eigandinn hafði áhuga á að kaupa öll húsgögnin en hafði einfaldlega ekki pláss.“

Inga Marín

Sigríður Þorleif Þórðardóttir, móðir Ingu, lést í október í fyrra. Hún flutti húsgögnin sem eru úr ekta blaðgulli og silki inn fyrir tíu árum frá Ítalíu. Sigríður rak lengi verslun í Grindavík, og þegar hún seldi hana ákvað hún að nota söluágóðann til að fjárfesta í draumahúsgögnunum.

Sigríður keypti sófasett, borðstofuborð og stóla, glerskápinn sem áður er minnst á, og fleiri húsgögn. „Fyrirtækið á Ítalíu heitir Silik og mamma var mikið í sambandi við það símleiðis og gegnum tölvupóst. Þegar hún lést hafði ég samband við þau og þau mundu vel eftir mömmu, enda var hún orðinn vinur þeirra á sínum tíma og þekkti alla með nafni í fyrirtækinu.“

Snyrtibord, spegill og kollur

Gylltur stíll ekki allra

Húsgögnin sem Inga er að selja eru snyrtiborð með spegli og kollur við, kommóða með spegli og hliðarborð. Verðið sem hún setur á húsgögnin er einn þriðji af því sem þau kosta á Ítalíu.

„Ég auglýsti þau á Facebook og fékk um 600 skilaboð, en fólk hætti snögglega við þegar það áttaði sig á verðinu. Bara snyrtiborðið kostar 800 þúsund, en það kostar nýtt um 2 milljónir. Það eru ekki allir sem hafa efni á þessum húsgögnum, og svo að auki er þetta ekki stíll fyrir alla,“ segir Inga og bætir við að hún hafi verið spurð að því hvort hún vilji einfaldlega ekki eiga húsgögnin sjálf. „Ég sagði við mömmu að þetta væri alls ekki minn stíll, svo ertu ekki með fullt af börnum og átt svona húsgögn.“

Og húsgögnin eru eins og ný. „Mamma var oft kölluð Sirrý gyllta og var byrjuð að safna og eiga hluti í gulli, þegar ég var lítil. Hús foreldra minna var kallað Gullhúsið, mamma var með allt í gylltu þar, eldhúsinnréttingin var úr gulli og það voru rósettur í loftinu,“ segir Inga. „Húsið var tvöfalt. Inni var mamma með stofu og eldhús þar sem húsgögnunum var bara stillt upp, en þau aldrei notuð, þau voru bara upp á punt. Í bílskúrnum var hún svo með eldhúsið og stofuna sem var notað. Þegar þau minnkuðu svo við sig árið 2017, setti hún húsgögnin í eitt herbergi og þar voru þau geymd. Það er ekki ein rispa á þeim.“

Aðspurð um hvort faðir hennar, Björgvin Vilmundarson, sem lést í byrjun árs 2018, hafi verið hrifinn af húsgagnastílnum líka, segir Inga að móðir hennar hafi fengið að ráða stílnum, en hann hjálpað til með allt. Björgvin vann meira að því að gera hús og heimili fjölskyldunnar upp. „Pabbi gerði upp ellefu hús, í Reykjavík bjuggu þau þrjú ár í fjórum húsum og í Grindavík áttu þau heima í sjö húsum. Hann sá um að gera öll húsin upp.“

Kommóða og spegill

Hliðarborð

Viðtal birtist við foreldra Ingu Marínar í Morgunblaðinu árið 2008 þegar húsgögnin voru nýkomin til landsins, lesa má það hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -