Ingibjörg Dögg og Jón Trausti eru par: „Höfum ákveðið að vera saman“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar og eigendur Stundarinnar, eru par. En í færslu sem þau deildu fyrir stuttu á Facebook segja þau:

„Ef það er eitthvað sem heimsfaraldrar og náttúruhamfarir kenna manni er það að hika ekki við að gera það rétta í lífinu.

Við höfum unnið saman, ferðast saman, hangið saman, stofnað fyrirtæki saman og lært saman og nú höfum við ákveðið að vera saman og búa saman.“

DV greindi frá því í morgun að þau væru par og sagðist hafa það eftir öruggum heimildum, sem parið hefur nú staðfest með færslunni.

Ingibjörg og Jón hafa þekkst og verið vinir lengi og starfað saman á annan áratug á hinum ýmsu fjölmiðlum, meðal annars á DV, Ísafold og nú á Stundinni, sem þau stofnuðu ásamt fleirum.

Séð og Heyrt óskar parinu til hamingju með ástina.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -