• Orðrómur

Ingó var þjakaður af einmannaleika: „Bara gjörsamlega einn”

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, drakk til að takast á við einmanaleika og meðvirkni. Undanfarið hefur hann unnið í sjálfum sér og segist vera kominn á betri stað í lífinu. 

„Mér fannst ég gjörsamlega aleinn og það var svo þung tilfinning að ég réði oft engan veginn við sjálfan mig. Fór þá bara og hellti vodka í tvö eða þrjú glös og sturtaði í mig og fór í leigubíl og var kannski bara einn á þriðjudegi blindfullur að rölta á milli staða og panta skot. En ég var bara gjörsamlega einn,” segir Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð eins og hann er gjarnan kalllaður.

Ingó er nýjasti gesturinn í hljóðvarpsþætti fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar. Þar ræðir hann meðal annars tónlistarferilinn, fjárhættuspil, eigin einmanaleika, meðvirkni og fíknihegðun og lýsir því meðal annar hvernig hann hafi mætt óboðinn og drukkinn í party hjá tónlistarfólki sem hann var sannfærður um að liti niður á sig. „Þarna fannst mér ég hart dæmdur af kollegum mínum og ég hugsaði stundum bara: Það er eitthvað partý hjá þessum hóp sem er búinn að vera að drulla yfir mig og gera lítið úr tónlistinni minni. Ég ætla að hella mig dauðadrukkinn og mæta þarna af því að það er mitt frelsi að fá að vera dauðadrukkinn.”

- Auglýsing -

Á tímabili segist hann hafa verið líkst persónu leikarans Bradleys Cooper í kvikmyndinni A Star is Born, aleinn einhvers staðar að hella í sig. „Ég var þjakaður af meðvirkni og einmannaleika og þegar ég fór að taka á þessum hlutum, þá allt í einu hverfur það að ég þyrfti að fara í einhverja fíknihegðun,” segir hann, „og það er góður staður sem ég er að vinna með núna.”

Í samtali við Sölva segist hann vera kominn á betri stað. Nú vilji hann gefa listamanninum í sér meira pláss, enda geti það tekið talsverða orku að spila endalaust í veislum og partíum.

Hægt er að hlýða á þáttinn hér að neðan.

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -