Ísdrottningin er ekki á Tinder: „Ég er blásaklaus og kannast ekki við þetta“

Deila

- Auglýsing -

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og Ísdrottningin okkar, uppgötvaði það í gær að nafn hennar og mynd var á stefnumótaforritinu Tinder.

 

„Það hefur einhver óprúttinn aðili verið að stríða mér og setti mig á Tinder í dag sem hefur valdið töluverðu fjaðrafoki í kringum mig,“ skrifar Ásdís Rán á Facebook.

Segist hún að henni hafi borist ansi mörg skilaboð í kjölfarið a Facebook og einnig hefur hún áhyggjur af því hvað viðkomandi sé mögulega að segja við aðra á stefnumótaforritinu í hennar nafni.

„Ég vildi bara leiðrétta málið og segja að ég er blásaklaus og kannast ekki við þetta!“

Nokkrir vina Ásdísar Ránar skilja eftir athugasemd þar á meðal söngvarinn geðþekki, Friðrik Ómar Hjörleifsson: „Andsk. Nú skil ég hvers vegna ég sit einn á Snaps núna!“

- Advertisement -

Athugasemdir