Íslendingar spila stóran þátt í sögulegri kvikmynd Netflix: „Hvað maður fyllist stolti“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Breska kvikmyndin The Dig er nú sýnd á Netflix, en myndin byggir á sannri sögu um fornleifauppgröft Sutton Hoo árið 1939. Aðalhlutverk eru í höndum Ralph Fiennes, Carey Mulligan, Lily James, Johnny Flynn og Ben Chaplin. Myndin hefur fengið góðar viðtökur, þó hún þyki fara frjálslega með ýmsar sögulegar staðreyndir og er til dæmis með 7,3 í einkunn á IMDB.

Það er ástæða fyrir okkur Íslendinga til að horfa á myndina þó ekki nema til að lygna aftur augunum yfir stórkostlegri tónlist Stefan Gregory, sem flutt er af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekin upp í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Sjá einnig: Þegar einar dyr lokast opnast aðrar – SinfoniaNord ljós í myrkrinu hjá SN í COVID-19

„Stundum er tími til að efast, en stundum tími til að láta kylfu ráða kasti. Nú var að koma út enn einn titillinn The Dig hjá Netflix sem Akureyrarbandið SinfoniaNord/Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sá um að þjónusta á erfiðum tímum í Menningarhúsinu Hofi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í færslu á Facebook.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

„Hvað maður fyllist stolti við að heyra útkomuna og sjá nöfnin birtast á kreditlistanum. Áfram Ísland!“

Hljómsveitarstjóri er Atli Örvarsson og þegar kreditlistinn rúllar má sjá nokkur kunnugleg nöfn á listanum.

Skjáskot Netflix

Mynd / Skjáskot Netflix

Sjá einnig: SinfoNord hljóðritar tónlist þáttaraðar Juliu Stiles

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -