• Orðrómur

Íslensk hönnun hjá Philips: Raftækjarisinn setur upp verk Bryndísar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

PHILIPS í Þýskalandi setti nýverið upp hönnunarverk frá KULA BY BRYNDÍS í glæsilegu húsnæði þeirra, nálægt Stuttgart, sem hannar og framleiðir tæki til geininga í lækna- og heilsugeiranum. Verkin standa í gestamóttöku fyrirtækisins og mynda alíslenskan hlýleika sem umleikur rýmið og gesti. Philips vildi sameina fallega hönnun og bestu fáanlegu hljóðvist og leitaði til því Kula by Bryndís eftir lausnum, eins og segir í fréttatilkynningu.

Verk Bryndísar hafa sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum um allan heim með hönnun sinni Kúlu & Línu sem hún hannaði til betri hljóðvistar í opnum rýmum. Þau bera einkaleyfi, með einstök notagildi og unnin úr íslenskri ull hér á landi frá grunni.  Verkin hafa fengið mikla athygli ekki síst fyrir eina bestu hljóðvist sem um getur á alþjóðlegum markaði. Verk Bryndísar prýða nú fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í Evrópu og víða um heim allan.  Hér á landi eru verk og hönnun Kula by Bryndís meðal annars í Seðlabankanum, Decode, Perlunni, í mörgum skólum landsins þar á meðal í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þar sem finna má verðlaunahönnun Bryndísar í flestum rýmum skólans.

- Auglýsing -

Kula by Bryndís, er nú þegar í samstarfi með leiðandi fyrirtækjum á heimsvísu í hönnun og hljóðvist og vinnur nú að kynna til sögunnar nýja línu af einstökum hljóðlausnum sem verður markaðssett á alþjóðavísu.

„Philips is very happy with the sound absorbers!,“ segir Lenz-Florian Schmi – interior designer, Xplano Germany.

„Við erum í skýjunum með þessu uppsetningu hjá Philips og gaman að heyra hvað þau eru ánægð með útkomuna. Það hvetur okkur til dáða að sjá okkar verk sett upp í Þýskalandi og um allan heim,“ segir Bryndís Bolladóttir.

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -