• Orðrómur

Íslenskar stjörnur skína skært í Cannes

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kvikmyndið Dýrið (Lamb) er frumsýnd í dag á kvikmyndahátíðinni Cannes í Frakklandi. Leikstjóri er Valdimar Jóhannsson og er þetta fyrsta mynd hans í fullri lengd. Hann skrifar einnig handrit ásamt Sjón og í aðalhlutverkum eru Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson. Framleiðendur eru eiginkona og stjúpdóttir Valdimars, Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim, hjá fyrirtækinu Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Myndin var tekin upp hér á landi og verður frumsýnd á Íslandi í septemberbyrjun.

Rapace, Hilmir Snær, Björn Hlynur og Valdimar eru stödd í Cannes og skína skært á myndum teknum af þeim á rauða dreglinum.

Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomi Rapace, og Björn Hlynur Haraldsson

- Auglýsing -

Valdimar og Rapace voru eldhress í Cannes

Valdimar og Rapace

Myndin fjallar um hjónin og sauðfjárbændurna Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu.

- Auglýsing -

Sænska stórstjarnan Noomi Rapace varð heimsfræg eftir hlutverk hennar sem Lisbeth Salander í þríleiknum Karlar sem hatar konur, gerðar eftir bókum Stieg Larsson. Rapace bjó á Íslandi á aldrinum fimm til átta ára og lék í sinni fyrstu kvikmynd hér, Í skugga hrafnsins.

Dýrið var valin til þáttöku í Un Certain Regard keppni hátíðarinnar, en árið 2015 vann kvikmyndin Hrútar, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, til Un Certain Regard verðlaunanna í samnefndum flokki og var það í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vann til verðlauna á hátíðinni. Íslenskar myndir sem hafa áður verið í sömu keppni eru Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson (1993), fransk/íslenska Stormviðri eftir Sólveigu Anspach (2003) og dansk/íslenska Voksne mennesker eftir Dag Kára (2005).

- Auglýsing -

Myndin hefur fengið feikna athygli og jákvætt umtal á Cannes, og segir Hollywood Reporter sem dæmi myndina falinn demant á hátíðinni.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -