• Orðrómur

Íslenskir spennuþættir á topplista BBC

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslensku spennuþættirnir Brot, The Valhalla Murders, eru á meðal tíu sjónvarpsþátta sem BBC mælir með að horfa á í desember. Sýningar á þeim hefjast á RÚV annan í jólum og koma þeir á Netflix í byrjun næsta árs.

 

Það er Eddie Mullan, pistla­höfundur á menningar­deild BBC sem tekur listann saman og segir hann um þættina:

„Að­dá­endur glæpa­sagna sem sakna The Brid­ge (Bron/Broen) og Trapped (Ó­færð)  geta komist að því að þessi nor­ræni drunga­legi glæpa­tryllir tikkar í öll réttu boxin fyrir áhorfi í vetur.”

- Auglýsing -

„Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður Pálsson leikstjóri og höfundur í viðtali við Vísi.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Arnar (Björn Thors) neyðist til þess að ferðast frá Dan­mörku til Ís­lands til þess að að­stoða við rann­sóknina. Lögregluvarðstjórinn Kata (Nína Dögg Filippusdóttir) sér um rann­sókn málsins og þurfa þau saman að finna morðingjann áður en það verður of seint. Þættirnir fjalla einnig um samstarf þeirra.

- Auglýsing -

Mynd RÚV

Á meðal annarra þáttaraða á lista BBC má nefna Vikings, þar sem Ragnheiður Ragnarsdóttir, fer með hlutverk og The Marveous Mrs Maisel, sem hafa hlotið bæði Emmy og Golden Globe verðlaun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -