Íslenskir spennuþættir á topplista BBC

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslensku spennuþættirnir Brot, The Valhalla Murders, eru á meðal tíu sjónvarpsþátta sem BBC mælir með að horfa á í desember. Sýningar á þeim hefjast á RÚV annan í jólum og koma þeir á Netflix í byrjun næsta árs.

 

Það er Eddie Mullan, pistla­höfundur á menningar­deild BBC sem tekur listann saman og segir hann um þættina:

„Að­dá­endur glæpa­sagna sem sakna The Brid­ge (Bron/Broen) og Trapped (Ó­færð)  geta komist að því að þessi nor­ræni drunga­legi glæpa­tryllir tikkar í öll réttu boxin fyrir áhorfi í vetur.”

„Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður Pálsson leikstjóri og höfundur í viðtali við Vísi.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Arnar (Björn Thors) neyðist til þess að ferðast frá Dan­mörku til Ís­lands til þess að að­stoða við rann­sóknina. Lögregluvarðstjórinn Kata (Nína Dögg Filippusdóttir) sér um rann­sókn málsins og þurfa þau saman að finna morðingjann áður en það verður of seint. Þættirnir fjalla einnig um samstarf þeirra.

Mynd RÚV

Á meðal annarra þáttaraða á lista BBC má nefna Vikings, þar sem Ragnheiður Ragnarsdóttir, fer með hlutverk og The Marveous Mrs Maisel, sem hafa hlotið bæði Emmy og Golden Globe verðlaun.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira