Jennifer Lopez er nýtt andlit Coach: „Gaman að sjá þig klæðast andlitinu á mér“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Súperstjarnan Jennifer Lopez er nýtt andlit leðurtískurisans Coach Lopez er kvenfulltrúi nýrrar herferðar fyrir vor/sumarlínuna sem kallast Einstakir fara sína eigin leið (Orginals Go Their Own Way), en leikarinn Michael B. Jordan er fulltrúi karla.

 

Myndir fyrir herferðina voru teknar í New York af ljósmyndaranum Juergen Teller.

Á nokkrum myndanna má sjá Lopex klæðast bol með andliti söngkonunnar Barbra Streisand, en bolurinn er úr samstarfslínu Richard Bernstein og Coach. Hvort að Lopez sé með því að skjóta á myndina A Star is Born er ekki vitað, en hún og leikarinn Will Smith komu til greina í aðalhlutverk myndarinnar árið 2018. En eins og frægt er orðið hrepptu Lady Gaga g Bradley Cooper hlutverkin. Streisand lék í 1978 útgáfu myndarinnar á móti Kris Kristofferson söngvaraog leikara.

Streisand skrifar athugasemd undir myndina á Instagram Lopez: „Elska þetta! Gaman að sjá þig klæðast andlitinu mínu!“ Og Lopez svarar til baka: „Þú veist að þú ert idolið mitt.“

View this post on Instagram

Legends only. #CommentsByCelebs

A post shared by Comments By Celebs (@commentsbycelebs) on

Í myndbandið við lagið All I have sem Lopez gaf út árið 2002 má sjá hana með fullt fangið af töskum frá Coach. Það er því óhætt að segja að söngkonan hafi lengi verið aðdáandi.

 

Með fullt fangið af Coach

Fleiri myndir af nýju línunni má sjá hér fyrir neðan:

Leður leður og meira leður

Lopez gullfalleg í grænu

Lopez er alltaf töff

Jordan er fulltrúi karla

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira