Jóhanna Guðrún og vinir koma þér í jólaskapið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona gaf nýlega upp jólaplötuna Jól með Jóhönnu, sem er fyrsta jólaplatan sem hún sendir frá sér.

Í myndbandi á Facebook-síðu Jóhönnu Guðrúnar má sjá hana taka órafmagnaða útgáfu af laginu Löngu liðnir dagar, og undir spila Davíð Sigurgeirsson og Jón Jónsson, en lagið er eftir þann síðarnefnda.

Jóhanna Guðrún – Löngu liðnir dagar (SAMSUNG SESSJÓN)

Við tókum órafmagnaða útgáfu af laginu mínu Löngu liðnir dagar í Samsung Sessjóni. Endilega tékkið á því❤️

Innilegar þakkir til Samsung mobile á Íslandi, Jon Jonsson, Hafþór Karlsson og David Sigurgeirsson❤️

Posted by Yohanna – Jóhanna Guðrún on Tuesday, December 1, 2020

Í öðru myndbandi syngur hún síðan lagið Haltu utan um mig með Sverri Bergmann, sem samdi bæði lag og texta. Lagið er einnig flutt í órafmagnaðri útgáfu og Davíð spilar undir.

„Fyrr á árinu heyrði ég í honum Sverri vini mínum til að spyrja hvort hann væri til í dúett með mér fyrir jólaplötuna mína og þá spurði hann á móti hvort að hann mætti semja lagið sem ég svaraði auðvitað játandi. Samdægurs var Sverrir búinn að semja þetta fallega lag ásamt texta og útkoman er æðisleg og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir hjálpina hans,“ segir Jóhanna Guðrún.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -