• Orðrómur

Jói Fel fyrsta portrett Pálmars Arnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Pálmar Örn Guðmundsson myndlistarmaður hefur málað frá árinu 2009. Pálmar Örn sem er búsettur í Grindavík, hefur hingað til haldið sig við landslagsmyndir, náttúru og eldri hús. Fyrir stuttu málaði hann til að mynda gosið í Geldingadal.

Pálmar Örn birti nú um helgina fyrstu portrettmyndina sem hann hefur málað, og sá sem varð fyrir valinu er enginn annar en Jóhannes Felixson, eða Jói Fel, sem einnig hefur getið sér gott orð fyrir málverk sín.

- Auglýsing -

Málverkið af Jóa Fel
Mynd / Aðsend

„Jói Fel er búinn að fá þvílíka umfjöllun um myndlistina sína sem er bara frábært fyrir hann. Þegar ég sá frétt um að hann málaði verk af Rikka G á FM 957 þá hugsaði ég að það gæti verið skemmtilegt að mála verk af honum og sjá hver viðbrögðin yrðu við því,“ segir Pálmar Örn aðspurður um af hverju hann valdi að mála Jóa Fel.

- Auglýsing -

„Ég sé alveg fyrir mér að mála fleiri portrettverk en ekki eftir pöntunum, langar að þróa þetta betur.“

Fylgja má Pálmari Erni á Instagram.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -