• Orðrómur

Jón Arnór og Baldur eru stjörnur framtíðarinnar: „Maður á að fara alla leið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vinirnir Jón Arnór Pétursson og Baldur Björn Arnórsson sendu í gær frá sér fyrsta lag sitt Alla leið undir listamannsnafninu Jón Arnór & Baldur. Strákarnir eru ungir, 13 og 14 ára, og því enn í grunnskóla, en þrátt fyrir ungan aldur hafa þér komið víða við og hafa mikla reynslu í tónlist, söng, leik, dansi og öðrum sviðslistum.

Jón Arnór og Baldur voru í viðtali hjá Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem þeir frumfluttu lagið og sögðu frá tilurð þess.

„Maður á að fara alla leið í því sem maður gerir og það er ekki alltaf auðvelt að gera það sem mann langar að gera og maður þarf að berjast fyrir því,“ segir Jón Arnór.

- Auglýsing -

Lagið sömdu þeir á gítar og fóru svo í stúdíó til Halldórs Gunnars Fjallabróður. Valgeir í Mammút trommaði lagið fyrir þá. „Þetta er indí, popp, rokkblanda,“ segja þeir um lagið og segjast eiga sér fyrirmyndir, en vera samt að gera sitt eigið. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, ásamt Ingó veðurguð eru fyrirmyndir. Strákarnir eru á leið í stúdíó að taka upp annað lag.

- Auglýsing -

Fylgjast má með Jóni Arnóri og Baldri á Facebook-síðu þeirra.

Ferill vinanna til þessa:

Jón Arnór lenti í 2. sæti í fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent og sýndi í kjölfarið töfrasýningar víðs vegar um landið og 2016 fór hann til Þýskalands þar sem hann sýndi töfrabrögð í hæfileikaþættinum SuperKids sem sýndur var í Þýska ríkissjónvarpinu SAT1. Hann lék hlutverk Magga í fyrstu þáttarröð Ófærð, hefur leikið í kvikmyndum og þáttum eins og Víti í Vestmannaeyjum og Loforði, ásamt því að hafa leikið í auglýsingum og unnið við talsetningar. Jón Arnór fór með hlutverk Níelsar í söngleiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu og leikur nú Tomma í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu.

- Auglýsing -

Baldur Björn lék í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum og hefur leikið í fjölda stuttmynda á vegum Kvikmyndaskóla Íslands, komið fram á Riff, ásamt því að hafa talsett í Disney teiknimynd og öðrum teiknimyndaseríum svo sem í Hvolpasveitinni. Baldur Björn fór með hlutverk Lars í söngleiknum Matthildi og fer nú með hlutverk litla Bubba í uppsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum 9 líf. Hann söng lagið Skólasöngurinn á plötu Bjarna Hafþórs Fuglar hugans og sigraði ljóðakeppni grunnskólanna 2019.

Báðir voru þeir í Söngskóla Maríu Bjarkar og í Sönglist í Borgarleikhúsinu og tóku þátt í ýmsum verkefnum fyrir KrakkaRúv.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -