Jón syngur lag sem hann samdi í ástarsorg: „Ætli það sé ekki þess vegna sem við Hafdís erum hjón í dag“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefur verið duglegur að deila tónlistarmyndböndum á Instagram í samkomubanninu.

 

Í myndbandinu sem hann setti inn í gær sunnudag syngur hann lag sem hann samdi árið 2005 þegar Jón glímdi við ástarsorg.

„Síðsumars 2005 hættum við Hafdís Björk saman um tíma og ég fékk að upplifa sanna ástarsorg. Stuttu síðar kom lagið To her til mín. Ég í raun var jafn lengi að semja það og lagið er langt. Svona getur tónlistin verið góður sálfræðingur.“

Jón segir að hann hafi samið og tekið lagið upp í herberginu heima hjá Kristjáni vini sínum og hafi Jón viljað brenna lagið strax á disk og bruna með til Hafdísar Bjarkar.

„Fannst það brilliant hugmynd! En þökk sé Kristjáni varð ekkert úr því. Ætli það sé ekki þess vegna sem við Hafdís Björk erum hjón í dag?“

Hafdís Björk Jónsdóttir er eiginkona Jóns í dag og eiga þau saman þrjú börn.

View this post on Instagram

Gleðileg jól 🎅⛄🌲

A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira