Jónas Víkingur Árnason úr félagsmiðstöðinni 100og1 í Reykjavík stóð uppi sem sigurvegari Rímnaflæði 2020, rappkeppni unga fólksins með laginu Svæðið mitt.
Eftir mjög spennandi og jafna netkosningu hlaut Heiða Björk Halldórsdóttir úr félagsmiðstöðinni Buskinn með lagið Rækja rækja titilinn Rappari unga fólksins 2020.
Mynd / Aðsend
Í tilkynningu segir að Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins sem fyrst var haldin í Miðbergi árið 1999 er stökkpallur fyrir unga og efnilega rappara úr félagsmiðstöðvum víðsvegar að af landinu. Dómnefnd valdi sigurvegara Rímnaflæði 2020 og var Rappari unga fólksins valinn í netkosningu.
Það kom ekki til greina hjá Samfés, sem eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi að aflýsa viðburðinum vegna samkomubanns, og var því ákveðið að halda Rímnaflæði með stafrænum hætti í samstarfi við UngRúv og Dominos.
Samfés óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og glæsileg myndbönd. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref. Í aðdraganda keppninnar var öllu ungu fólki á Íslandi boðið að taka þátt í ókeypis rappnámskeiði sem haldið var á á Samfés Discord. Skráðir keppendur fengu svo upplýsingar og aðstoð á lokuðu námskeiði fyrir viðburðinn.
Dómnefndina skipuðu þau Ragna Kjartansdóttir, Cell7 og Viktor Örn Hjálmarsson, fulltrúi Ungmennaráðs Samfés.
Hér er hægt að sjá öll atriðin á Rímnaflæði 2020.