Karitas Harpa gefur út myndband við lagið Running

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Karitas Harpa Davíðsdóttir söngkona gaf út nýtt lag Running 13. mars og í gær leit myndband við lagið dagsins ljós. Lagið sem er eftir hana sjálfa er fyrsta lagið af væntanlegri plötu Karitas og myndband er einnig á leiðinni.

 

Birta Rán Björgvinsdóttir sá um leikstjórn myndbandsins, upptökur og fleira. Auk þess sem fleiri konur komu að myndbandinu. Í færslu sinni á Facebook færir Karitas Harpa þeim einlægar þakkir.

„Það var hún Birta Rán sem sá um video-ið, snillingurinn sem hún er. Sá um leikskjórn, upptökur, klipp og eftirvinnslu.

Það hefur verið her af konum að aðstoða mig við þetta undanfarna mánuði, lagið, myndbandið, myndatökur og er ég þeim gífurlega þakklát!

Konur eru konur bestar

Þeim færi ég sérstakar þakkir:

Birta Rán Björgvinsdóttir
Esther Þorvalds
Zöe Ruth Erwin
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
Rakel Unnur Thorlacius
Herdís Mjöll Eiríksdóttir

Ég vona að þið kíkið á myndbandið eða hlustið á lagið á Spotify, skellið því á huggulegan playlista, smellið headphone-um og hækkið í botn til að heyra öll smáatriðin. Þetta eru skrítnir tímar sem við lifum á, gerum það sem við getum til að hjálpa, ég til dæmis held mig heima og þá er alltaf gott að spila góða tónlist.“

Sjá einnig: Hugljúf ballaða Karitasar: „Náði loks að framkalla tilfinninguna“

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Óþægilegt fyrir Róbert

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, er í snúinni stöðu eftir að Fréttablaðið upplýsti að hann vildi taka slaginn...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -