• Orðrómur

KIA Gullhringurinn tókst frábærlega: Sjáumst hress að ári MYNDIR

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjólreiðahátíðin KIA Gullhringurinn fór fram laugardaginn 10. júlí, á Selfossi en 550 þáttakendur tóku þátt sem gerir viðburðinn að stærsta hjólreiðaviðburði ársins. Hátíðin var ræst í nýjum miðbæ á Selfossi sem opnaði fyrsta áfanga sinn fyrir gestum sömu helgi. Hátíðin tókst frábærlega á nýjum stað í góðu veðri, og eru keppendur og stuðningsmenn þeirra almennt ánægðir með hvernig til tókst.

Mynd / Mummi Lú

Mynd / Mummi Lú

- Auglýsing -

„Takk fyrir okkur kæru vinir og þátttakendur. Ég væri mjög þakklátur að fá allar ábendingar um hvað við getum gert betur á næsta ári. Verkefnið í ár var mannfrek áskorun og metnaðarfull. Okkur tókst ekki allt sem við ætluðum okkur í fyrstu atrennu en margt tókst frábærlega og keppnin vex sannarlega á milli ára. Endilega sendi mér póst með öllum ábendingum og rýni til gagns á [email protected] – mér þætti mjög vænt um það fá punkta frá ykkur þangað til næst,“ segir Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda mótaraðarinnar í tilkynningu.

„Fjölda mynda frá hátíðinni teknar af Mumma Lú má sjá á Facebook-síðu keppninnar: KIA Gullhringurinn og hvetjum við þáttakendur til að „tagga“ sig á myndum.“

Mynd / Mummi Lú

- Auglýsing -

Mynd / Mummi Lú

Mynd / Mummi Lú

Selfoss nýr heimavöllur

- Auglýsing -

KIA Gullhringurinn fagnar 10 ára afmæli í ár en síðustu níu ár fór hátíðin fram á Laugarvatni. Í febrúar ákváðu skipuleggjendur hátíðarinnar að þekkjast boð Sveitarfélagsins Árborg og eigenda Sigtúns sem eru að byggja nýja miðbæinn um að koma með keppnina í hjarta Selfoss og hjóla þaðan um Flóann í gegnum Stokkseyri og Eyrarbakka. „Fyrst og fremst erum við að færa hátíðina til að tryggja öryggi keppenda. Flóinn er fallegur og flatur að mestu og á laugardagskvöldum er umferð lítil þannig að hjólreiðafólk nýtur dagsins og kvöldsins í gleði og öryggi,“ segir Þórir Erlingsson forseti mótstjórnar Víkingamótanna. „Því er ekki að neita að það að fá þessa fallegu umgjörð, sem nýji miðbærinn er utan um hátíðina okkar og hjóla síðan í gegnum Stokkseyri og Eyrarbakka er bara yndislegt. Við erum nokkrir hérna í hópi skipuleggjenda sem eru aldnir upp hérna á þessu svæði og okkur þykir gaman að koma með KIA Gullhringinn heim,“

Mynd / Mummi Lú

Mynd / Mummi Lú

Mynd / Mummi Lú

Formaður SEM  heiðursgestur

Heiðursgestur hátíðarinnar var Arnar Helgi Lárusson sem nýlega hjólaði 400 km á sólarhring á handhjóli, en Arnar Helgi er lamaður fyrir neðan brjóstkassa. Með ferðinni sinni vildi Arnar Helgi vekja athyli á hreyfingu hreyfihamlaðra og safna um leið peningum til að kaupa handhjól fyrir SEM, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Arnar tekur með sér hóp hreyfihamlaðs hjólreiðafólks en með þessu vilja SEM og skipuleggjendur hátíðarinnar leggja áherslu á það að hjólreiðar eru fyrir alla og að hreyfing er mikilvæg fyrir alla.

Mynd / Magnús Stefán Sigurðsson

UMFÍ samstarfsaðili

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er samstarfsaðili Víkingamótanna í ár og mun halda utan um árangur þeirra sem taka þátt í öllum mótum sumarsins. Þeir þátttakendur sem ná þeim áfanga fá verðlaun í lok sumars.  Síðasta keppnin fer fram þann 11. september.  „Það er frábært að fá UMFÍ í lið með okkur. Þar fáum við aðgang að mikilli reynslu þeirra sem þar starfa en kynnum á sama tíma UMFÍ og aðildarfélögin fyrir nýju íþróttafólki. Samstarf skilar alltaf árangri og því er ég fullviss um að samvinnan verði báðum til gagns,“ segir Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda mótaraðarinnar. Meðbyr er skipuleggjandi og ábyrgðaraðili mótaraðarinnar en UMFÍ skráir og viðurkennir afrek þátttakenda.  „Það er mikil lyftistöng fyrir þau sem taka þátt í allri seríunni að fá viðurkenningu fyrir sín afrek frá jafn virtum félagasamtökum og UMFÍ.“

Mynd / Mummi Lú

Mynd / Mummi Lú

Mynd / Mummi Lú

Hvernig verður maður Víkingur?

Með því að keppa í öllum mótum sumarsins er hægt að vinna sér inn þrjá mismunandi titla en þó ekki alla í einu.

Víkingasveitin: Með því að keppa í einhverri vegalengd í öllum keppnunum í sumar komast keppendur í Víkingasveitina.

Íslands-Víkingur: Ætli keppendur sér nafnbótina Íslands-Víkingur þá þurfa keppendur að klára 66km í KIA Gullhringnum, 28km í Eldslóðinni, 26km í Hengill Ultra sem og 23km í Landsnet MTB. Keppendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná nafnbótinni.
Járn-Víkingur: Til þess að komast í hóp Járn-Víkinga verða þátttakendur að klára 106km í KIA Gullhringnum, 28km í Eldslóðinni, 53km í Hengill Ultra sem og 66km í Landsnet MTB.

Mynd / Magnús Stefán Sigurðsson

Mynd / Magnús Stefán Sigurðsson

Mynd / Magnús Stefán Sigurðsson

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -